Fleiri fréttir

Atorka fær PwC í Danmörku til að leggja mat á eignir

Stjórn Atorku ákveðið að leita til PricewaterhouseCoopers (PwC) í Danmörku til að leggja vandað heildstætt mat á virði eignasafnsins og líklega þróun þar á næstu árin. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu.

Hætt við kaup Haga á verslunum BT

Hætt hefur verið við kaup Haga á verslunum og viðskiptavild tölvuverslana BT sem gerður var þann 20. nóvember síðastliðin. Það er gert vegna athugasemda sem komu fram að hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga Jóhannessyni hrl. skiptastjóra BT verslana ehf.

Athugasemd vegna fréttar um Storebrand

Talsmaður Arion safnreiknings vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd vegna fréttar af gengistapi Kaupþings í kauphöllinni í Osló í gær. Þar féllu hlutir í Storebrand um 11,5% í kjölfar lélegs uppgjör félagsins eftir fyrsta ársfjórðung.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka útláns- og innlánsvexti bankans frá og með 11. maí nk. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um 1,0 – 6,4 prósentustig og vextir á verðtryggðum inn- og útlánum lækka einnig um 0,95 – 1 prósentustig.

Danir lækka stýrivexti

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,35 prósentustig og niður í 1,65%. Eru vextirnir því komnir inn fyrir vikmörkin sem eiga að gilda milli vaxta seðlabankans og evrópska seðlabankans en mörkin eru 0,75 prósentustig.

Bretar í viðræðum við AGS vegna Icesave skulda

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta sagði í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gærkvöldi að stjórnvöld þar í landi væru í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hversu hratt Íslendingar muni greiða til baka það tjón sem þeir eru ábyrgir fyrir í Bretlandi.

Innlán jukust um 19% eftir bankahrunið í haust

Fyrstu tvo mánuðina eftir hrun bankakerfisins jukust innlán um rúmlega 19%. Heldur hefur dregið úr þeim á ný enda hefur staða heimila og fyrirtækja versnað, m.a. vegna hækkandi greiðslubyrðar lána og minnkandi atvinnu.

Um 40% erlendra krónueigenda vilja strax út úr landinu

Bráðabirgðamat Seðlabankans á krónueignum erlendra aðila bendir til að um 40%, eða um 250 milljarðar kr. heildareigna þeirra í verðbréfum og innstæðum í krónum séu í eigu aðila sem hafa verið flokkaðir sem „óþolinmóðir“ erlendir fjárfestar. Það er þeir sem vilja komast út úr landinu sem fyrst.

Gengið lækkaði um tæpt prósent

Gengi krónunnar lækkaði um tæpt prósent í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentu stig. Stendur gengisvísitalan nú í 223 stigum.

Evrópubankinn lækkar stýrivexti niður í 1%

Stjórn Seðlabanka Evrópu (ECB) ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig og niður í 1%. Er vextirnir þá orðnir þeir lægstu í sögu Evrópusambandsins.

Atvinnuleysið nær hámarki á næsta ári

Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi nái hámarki í 11% árið 2010 en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi muni hins vegar lækka hægar en gert var ráð fyrir. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, þegar stýrivaxtalækkunin var rökstudd í morgun.

Century Aluminium upp en Marel niður

Ekkert lát er á hækkunum á gengi Century Aluminium í kauphöllinni en félagið hefur hækkað um tæp 5% í dag. Marel hefur aftur á móti lækkað um 6%.

Boðar umfangsmikla lækkun stýrivaxta í júní

„Verði gengisþróun krónunnar og aðgerðir í fjármálum hins opinbera eins og nú er gert ráð fyrir, væntir peningastefnunefndin þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar eftir fund nefndarinnar í júní, enda verði þá komin til framkvæmda fleiri skref í efnahagsáætluninni. Eftir það gerir nefndin ráð fyrir hægari lækkun stýrivaxta."

Icesaving hópurinn: Fá fund með sendiherra

Gerard van Vliet, forsvarsmaður Icesaving Association í Hollandi, sem er hópur hlunnfarinna sparifjáreigenda, segir að hann hafi fengið bréf frá forsætisráðuneytinu í gær þar sem hópnum er boðið að hitta sendiherra Íslands gagnvart Hollandi um miðjan þennan mánuð auk þess sem van Vliet mun hitta forsvarsmenn í forsætisráðuneytinu þegar hann kemur hingað til lands í júní. Til stóð að leggja fram kæru hjá EFTA og Evrópusambandinu í gær yrði ekki brugðist við kröfum hópsins.

Heimsmarkaðsverð á olíu í uppsveiflu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert í þessari viku og er nú að nálgast 60 dollara á tunnuna. Norðursjávarolían er komin í 57,70 dollara tunnan og hefur hækkað um 1,5 dollara eða tæp 3% í dag. Fyrir síðustu helgi var verðið í kringum 50 dollara á tunnuna.

Bandarískir bankar þurfa tugi milljarða dollara í viðbót

Bandarískir bankar þurfa allt að 65 milljarða dollara í viðbót frá stjórnvöldum til að halda sér gangandi. Þetta er niðurstaða úr sérstöku álagsprófi sem framkvæmt var nýlega hjá 19 af stærstu bönkum Bandaríkjanna.

Hefði viljað sjá meiri lækkun

„Mér finnst Seðlabankinn gerast frekar djarfari en hitt miðað við það sem á undan er gengið. Ég fagna því þó ég hefði ekki haft á móti því að sjá enn stærri skref tekinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Bankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig, úr 15,5 prósentum í 13 prósent.

Mótmæli vegna Kaupþings við Downing Street 10

Mótmælendur munu safnast saman við Downing Street 10, bústað forsætisráðherra Bretlands í dag til að mótmæla 6,5 milljón punda tapi krabbameinssamtakanna Christie hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi.

Nokia gefur 100 hugmyndir

Þeir eru gjafmildir hjá Nokia þessa dagana því nú stendur til að dusta rykið af einum 100 viðskiptahugmyndum sem fyrirtækið notaði ekki og gefa ýmsum minni, nýrri og verr staddari fyrirtækjum landsins þær - algjörlega án endurgjalds.

Tap fyrsta fjórðungs er 1,1 milljarður

Viðskipti Marel Food Systems tapaði tæpum sjö milljónum evra eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Upphæðin nemur um 1,1 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 739 þúsund evrur, eða tæplega 118 milljónir króna.

Kveður við bjartari tón

Skilyrt upplífgandi skilaboð var að finna í orðum Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun greiningardeildar fjárfestingabankans Merrill-Lynch.

Byr sér um alla greiðslumiðlun

Samkomulag hefur náðst um að Byr sparisjóður taki við allri innlendri greiðslumiðlun sparisjóðanna í landinu, og einnig erlenda greiðslumiðlun sem Sparisjóðabanki Íslands sinnti áður.

Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu.

Exista endurbætir greinargerð eftir ábendingar FME

Í framhaldi af ábendingu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) birtir stjórn Exista endurbætta greinargerð vegna yfirtökutilboðs í Exista. Í greinargerðinni kemur fram ítarlegri rökstuðningur á áliti stjórnar Exista á yfirtökutilboði BBR ehf. Þetta segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Eimskip tekur upp einstaka tækni í bílaflota sinn

Eimskip innanlands hefur hafið samstarf við hátæknifyrirtækin ND á Íslandi og Controlant um innleiðingu á kælivöktun í bílaflotann sinn. Kælivöktunin sem slík er einstök á heimsvísu og Eimskip er fyrsta fyrirtækið sem tekur slíka vöktun upp í sinn bílaflota.

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 6,5% í apríl

Tæplega 28 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í aprílmánuði, sem er um 1700 fleiri gestir en í sama mánuði á síðastliðnu ári. Aukningin nemur 6,5 prósentum milli ára.

Kortavelta heimilanna minnkar um rúm 14%

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 14,3% í janúar–mars í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta dróst saman um 2,2% á sama tíma.

Verðhjöðnun tvíeggja sverð

Útlit er fyrir að verðhjöðnun næstu mánuði. Höfuðstóll verðtryggðra lána mun því lækka en neikvæður fylgifiskur eru lömunaráhrif í viðskiptalífinu. Tvíeggja sverð segir lektor sem segir að hér þurfi skilyrði fyrir kröftugri eftirspurn til að bæta ástandið.

Pistill: Þorvaldur líklega næsti seðlabankastjóri

Áður en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti þriggja manna nefnd sína sem á að leggja mat á hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra var talið líklegast að Már Guðmundsson hagfræðingur hjá BIS bankanum í Basel ætti stöðuna örugga. Nú eru menn hinsvegar farnir að veðja á að Þorvaldur Gylfason prófessor verði ráðinn.

Sparisjóðabankinn óskar eftir gjaldþroti á Miami Beach

Sparisjóðabankinn hefur óskað eftir því að eigendur strandhótels á Miami Beach verði teknir til gjaldþrotaskipta. Krafa bankans á hendur eigenda hljóði upp á 8,5 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr.

Magnús: Flutningur til Rússlands kemur gjaldþrotamáli ekki við

Magnús Þorsteinsson fjárfestir segir að flutningur lögheimili hans til Rússlands á dögunum komi gjaldþrotamáli hans á Íslandi ekkert við. Hann hafi ekki vitað af gjaldþrotaskiptabeiðni á hendur honum þegar hann ákvað að flytja lögheimili sitt. Í yfirlýsingu frá Magnúsi og lögmanni hans segir hann aðgerðir Straums gegn sér tilhæfulausar og ómaklegar en Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði Magnús gjaldþrota á dögunum.

Telur talsverðan áhuga á leið Seðlabankans

Greining Íslandsbanka telur líklegt er að talsverður áhugi muni reynast af hálfu íslenskra fyrirtækja á þeirri leið sem Seðlabankinn auglýsti í morgun og snýr að því að skipta út krónu/ríkisbréfum í eigu erlendra aðila í langtímalán hjá þeim fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt.

Byr tekur að sér greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina

Byr sparisjóður hefur undanfarið unnið með Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands að uppbyggingu erlendrar greiðslumiðlunar fyrir Byr og aðra sparisjóði í landinu. Sparisjóðabankinn annaðist áður alla erlenda greislumiðlun sparisjóðanna. Byr hefur í framhaldi af þessu ráðið til sín 9 fyrrum starfsmenn Sparisjóðabankans til að annast þessi nýju verkefni.

Seðlabankinn auglýsir eftir krónubréfakaupendum

Seðlabanki Íslands óskar eftir því að lögaðilar sem hafa áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí 2009. Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð.

Brugðist við kröfu hollensku sparifjáreigendanna í dag

Samtökin Icesaving Association, sem berjast fyrir því að hópur hollenskra sparifjáreigenda fái hlut sinn bættan eftir hrun Landsbankans, hafa fengið boð frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að ráðuneytið muni taka mál þeirra til athugunar. Samtökin höfðu gefið íslenska ríkinu frest til dagsins í dag til þess að bregðast við, ella myndu þau kæra Íslendinga til Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins á grundvelli mismununar. Undir hatti samtakanna eru 200 einstaklinga sem samtals áttu 4,2 milljarða króna á Icesave reikningum.

Mikið tap á rekstri Storebrand í Noregi

Blóðrauðar tölur í uppgjöri norska tryggingarfélagsins Storebrand hafa komið sérfræðingum í opna skjöldu enda er tap félagsins á fyrsta ársfjórðungi ársins langt umfram væntingar þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir