Viðskipti innlent

Tap fyrsta fjórðungs er 1,1 milljarður

Marel Í tilkynningu frá forstjóra félagsins segir að rekstrarafkoman endurspegli áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á starfsemi fyrirtækisins. Þá sé sjóðstreymi félagsins gott þrátt fyrir að viðskiptavinir hafi frestað stærri verkefnum.
Marel Í tilkynningu frá forstjóra félagsins segir að rekstrarafkoman endurspegli áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á starfsemi fyrirtækisins. Þá sé sjóðstreymi félagsins gott þrátt fyrir að viðskiptavinir hafi frestað stærri verkefnum.

Viðskipti Marel Food Systems tapaði tæpum sjö milljónum evra eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Upphæðin nemur um 1,1 milljarði króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 739 þúsund evrur, eða tæplega 118 milljónir króna.

Félagið áréttar að sjóðstreymi sé gott þrátt fyrir frestun viðskiptavina á stærri verkefnum. Í tilkynningu félagsins eftir lokun markaða í gær er haft eftir Theo Hoen, forstjóra félagsins, að rekstrarafkoman endurspegli áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar á starfsemi fyrirtækisins.

„Hins vegar hafa núverandi markaðsaðstæður haft óveruleg áhrif á sölu varahluta og þjónustu, sem og sölu staðlaðra tækja og smærri kerfa,“ segir hann og telur skýr teikn á lofti um að sala sé að aukast.

„Í Bandaríkjunum sérstaklega eru sterkar vísbendingar um að efnahagsbati sé hafinn.“

Í tilkynningu kemur fram að sölutekjur af kjarnastarfsemi dragist saman um 27 prósent milli ára og nemi 103,2 milljónum evra. „Samdráttur í tekjum er afleiðing fækkunar pantana þegar fjármálakreppan stóð sem hæst,“ segir í tilkynningunni.

Samstæðureikningur Marel Food Systems sýnir svo að heildartekjur aukast um 76 prósent milli ára, eru 130,3 milljónir evra á fjórðungnum, samanborið við 74,0 milljónir evra í fyrra. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×