Viðskipti innlent

Danir lækka stýrivexti

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,35 prósentustig og niður í 1,65%. Eru vextirnir því komnir inn fyrir vikmörkin sem eiga að gilda milli vaxta seðlabankans og evrópska seðlabankans en mörkin eru 0,75 prósentustig.

Stýrivextir í Danmörku eru nú í sögulegu lágmarki. Á börsen.dk segir að stýrivaxtalækkunin sýni að áhlaup það sem gert var á dönsku krónuna s.l. haust hafi fjarað út og að lækkunin sé gerði í krafti þess hve gjaldeyrisvarasjóður landsins sé orðinn öflugur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×