Viðskipti innlent

Seðlabankinn auglýsir eftir krónubréfakaupendum

Seðlabanki Íslands óskar eftir því að lögaðilar sem hafa áhuga á að taka erlend lán, sem tekin yrðu í krónum en endurgreidd í erlendum gjaldeyri, sendi um það bréf til Seðlabankans fyrir 11. maí 2009. Fyrirhugað er að þessi aðgerð verði endurtekin eftir u.þ.b. mánuð.

Í tilkynningu segir að skilyrði fyrir því að Seðlabankinn heimili slíkar lántökur eru að lánstími sé hið minnsta 7 ár og að fyrirtækið hafi fyrirsjáanlegar tekjur í erlendum gjaldmiðli sem nægi til að standa skil á greiðslum vegna lánsins. Erindi vegna þessa skal stíla á bankastjóra Seðlabanka Íslands.

Þessi tilkynning er eitt af þeim atriðum sem Seðlabankinn hefur unnið að um skeið til að koma krónu/ríkisbréfum í eigu erlendra aðila yfir í íslenskar krónur. Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að þetta geti minnkað töluvert þrýstinginn á gengi krónunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×