Viðskipti innlent

Gengið lækkaði um tæpt prósent

Gengi krónunnar lækkaði um tæpt prósent í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentu stig. Stendur gengisvísitalan nú í 223 stigum.

Af ákveðnum gjaldmiðlum hefur gengi krónunnar lækkað mest gagnvart sænsku og norsku krónunni eða um 1,6% í báðum tilvikum.

Dollarinn er kominn í 127,5 kr., pundið í rúmar 192 kr. evran í 169,5 kr. og danska krónan kostar nú 22,7 kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×