Fleiri fréttir Kreditkortaveltan dróst saman um rúm 16% í mars Heildarvelta kreditkorta í marsmánuði var 20,7 milljarður kr. samanborið við 24,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 16,3% samdráttur milli ára. 16.4.2009 10:33 Landic Property selur norrænar eignir sínar Landic Property hefur gengið frá sölu á fasteignasafni sínu í Finnlandi og skrifað undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Trackside Holding. 16.4.2009 10:25 Krugman segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt efnahafslega Paul Krugman prófessor við Princeton háskólann og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði 2008 segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt í efnahagsmálum þrátt fyrir alvarlega áhættu af lánum banka landsins til þjóða í Austur-Evrópu. 16.4.2009 10:03 Annað hrun á Íslandi ef ekki er sótt um aðild að ESB Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar segir í grein í Morgunblaðinu í dag að ef Ísland sæki ekki um aðild að Evrópusambandinu á næstu mánuðum stefni í annað hrun íslenska efnahagskerfisins. Þeir sem hafni nú Evrópusambandsaðild hafi ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins. 16.4.2009 09:27 Heildarafli íslenskra skipa jókst um rúm 14% í mars Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 9,8% meiri en í mars 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 14,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 16.4.2009 09:09 Um þúsund aðilar hafa fjárfest í Ríkissafni Íslandsbanka Ríkissafn Íslandssjóða hefur hlotið góðar viðtökur fjárfesta frá stofnun sjóðsins í byrjun desember, en sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum fjármálastofnana. Um eitt þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í sjóðnum fyrir rúma 6 milljarða króna. 16.4.2009 08:11 Erfiðasta ár í 13 ára sögu VBS gert upp 9,4 milljarðar króna af láni ríkisins til VBS fjárfestingarbanka eru færðir til tekna í ársreikningi. Eiginfjárhlutfall hefði verið nógu hátt þótt færslan hefði ekki verið gerð. 16.4.2009 06:00 TellMeTwin vinnur Red Herring 100 Samskipta- og meðmælavefurinn TellMeTwin.com er vinningshafi Red Herring 100 í Evrópu, en viðskipta- og tækniritið Red Herring útnefnir árlega hundrað efnilegustu tæknifyrirtækin. 16.4.2009 00:01 Bankar mega ekki lenda í höndum auðmanna Það er ágæt hugmynd að selja bankana aftur. En það kann ekki góðri lukku að stýra að selja þá auðmönnum. Slíkt hefur ekki skilað góðum árangri í öðrum löndum, hvorki í Mexíkó né í Rússlandi fyrir áratug,“ segir David O. Beim, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. 16.4.2009 00:01 Rólegt í kauphöllinni Frekar rólegum degi er lokið í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og stendur í tæpum 224 stigum. 15.4.2009 16:48 Góður gangur hjá Opin kerfi ehf. Opin kerfi ehf. hafa sent frá sér tilkynningu vegna frétta um Opin Kerfi Group hf. í gærdag. Í tilkynningunni segir að góður gangur sé í rekstri Opinna kerfa ehf. og að reksturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi gengið mjög vel. 15.4.2009 16:20 Tískukroppar kreppunnar eru búttaðir og mjúkir Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. 15.4.2009 16:08 Laxeldi Silfurstjörnunnar skilar 380 milljónum í ár Laxeldi Silfurstjörnunnar mun skila um 380 milljónum kr. í útflutningsverðmæti í ár miðað við það verð sem fæst fyrir laxinn á Evrópumarkaðinum í dag. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar segir að á næsta ári muni þeir síðan auka framleiðsluna. 15.4.2009 14:48 Þrír bjóða sig fram í stjórn Teymis Teymi hf. hafa borist þrjú framboð til stjórnarsetu vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á hluthafafundi þann 20. apríl 2009. 15.4.2009 14:02 Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns. 15.4.2009 13:32 Sókn í vaxtamunaviðskipti gæti aflétt gjaldeyrishöftunum Sókn alþjóðlegra fjárfesta í vaxtamunaviðskipti á ný ásamt því að nokkuð miðar í endurreisn fjármálakerfisins eru þættir sem opna fyrir möguleikann á afnámi gjaldeyrishaftanna hér á landi. 15.4.2009 13:00 Gamlar Singer saumavélar seldar á 6 milljónir stykkið Orðrómur um að dularfullan málm sé að finna í gömlum Singer saumavélum hefur leitt til þess að þær ganga kaupum og sölum á 6 milljónir kr. stykkið í Saudi-Arabíu þessa daganna. 15.4.2009 12:37 Enn bólar ekkert á framhaldsláninu frá AGS Núna eru liðin rétt rúmur mánuður síðan Íslandsleiðangri sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lauk en niðurstaða sendinefndarinnar liggur enn ekki fyrir og af þeim sökum bíður önnur greiðsla láns AGS að upphæð 155 milljónir dollara enn afgreiðslu. 15.4.2009 12:02 Erlendir aðilar eiga 62% af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu í febrúarlok ríkisbréf og -víxla fyrir tæplega 200 milljarða kr. að nafnvirði. Þar af nam eign þeirra í ríkisbréfum 175 milljörðum kr., sem jafngildir 62% af útistandandi ríkisbréfum að viðbættum lánsbréfum til aðalmiðlara. 15.4.2009 11:55 Tap á rekstri Garðabæjar á síðasta ári Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir 2008 nam tap af rekstri sveitarfélagsins tæplega 39 milljónum kr. en áætlun hljóðaði upp á 73 milljónir króna í hagnað. 15.4.2009 11:20 Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna. 15.4.2009 10:37 Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. 15.4.2009 10:17 Stjórnvöld á Mön greiða innistæðurnar hjá Kaupþingi Stjórnvöld á eyjunni Mön hafa ákveðið að verja 180 milljónum punda eða um 35 milljörðum kr. til að greiða innistæður sem eyjabúar áttu inni í Singer & Friedlander (SF),banka Kaupþings á eyjunni. Alls er um 10.000 manns að ræða. 15.4.2009 09:45 Danska krónan sú fjórða vinsælasta í gjaldeyrisviðskiptum Danska krónan er nú fjórða vinsælasta mynt heimsins til að fjárfesta með í gjaldeyrisviðskiptum. Hún er einkum vinsæl í gengiskrossinum svissneskir frankar/dönsk króna. 15.4.2009 09:09 Háskólagjöld Breta hækka vegna íslenska bankahrunsins Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. 15.4.2009 09:05 Tap UBS á fyrsta fjórðungi 220 milljarðar króna Svissneski UBS-bankinn tapaði nærri tveimur milljörðum svissneskra franka á fyrsta fjórðungi ársins en það jafngildir rúmlega 220 milljörðum króna. 15.4.2009 07:17 Sér glitta í vonarneista í hagkerfinu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagðist sjá glitta í vonarneista í efnahag landsins. Þetta sagði hann á fundi með háskólanemum við Georgetown University í dag. Hann varaði menn þó við að botninum væri þegar náð. 14.4.2009 21:55 Lífeyrissjóðir vilja taka þátt í fjármögnun Tónlistarhúss Landsbankinn veitti þriggja og hálfs milljarðs króna lán til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir til Tónlistarhúsið. Vextir af láninu eru næstum tuttugu prósent. Lífeyrissjóðir hafa átt í óformlegum viðræðum við Austurhöfn, eiganda tónlistar og ráðstefnuhússins í Reykjavík, um að taka þátt í fjármögnun verksins. 14.4.2009 19:04 Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14.4.2009 18:40 Talsverð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 16:15 Opin Kerfi Group hefja viðræður við lánadrottna um kröfur þeirra Stjórn Opin Kerfi Group hf. mun á næstunni hefja viðræður við lánadrottna félagsins um uppgjör á kröfum á hendur félagsins þar á meðal skuldabréfa með heitið OPKF 01 1, sem eru á gjalddaga þann 20.apríl 2009. 14.4.2009 15:12 Marel selur eignir fyrir sex milljarða Marel hefur selt eignir utan kjarnastarfsemi sinnar fyrir samtals 37,5 milljónir evra eða rúmlega 6 milljarða kr. 14.4.2009 14:57 SPM greiðir ekki vexti og afborganir af skuldabréfaflokkum Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) hefur sent tilkynningu til kauphallarinnar þar sem segir að SPM muni ekki greiða afborganir né vexti af skuldabréfaflokkum sínum á næstunni. Þar á meðal er flokkur sem er á gjalddaga þann 15. apríl. 14.4.2009 14:47 Playboy setur tímaritasafn sitt á netið Playboy hefur ákveðið að setja úrval af tímaritasafni sínu á netið og er ókeypis fyrir alla að skoða herlegheitin. Tímaritin sem hér um ræðir spanna útgáfuna frá árinu 1954 og fram til ársins 2006. 14.4.2009 13:15 Liklegt að ferðamönnum fjölgi og þeir kaupi meira en áður Líklegt er að ferðamannaiðnaðurinn muni taka verulega við sér í sumar og að lágt gengi krónunnar verði til þess að ferðamönnum muni fjölga og að þeir ferðamenn sem hingað komi muni kaupa meira en áður. 14.4.2009 12:00 Askar fær frest frá FME til að lagfæra eiginfjárhlutfall sitt Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu (FME) til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf. 14.4.2009 11:30 Áfram eftirspurn eftir ríkisvíxlum Seðlabanki Íslands efndi til útboðs á flokki ríkisvíxla þann 8. apríl síðastliðinn. Alls bárust 49 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 54,4 milljarða kr. að nafnverði. 14.4.2009 11:12 Gengi krónunnar veikist töluvert, evran yfir 170 kr Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í morgun og er evran nú komin í rúmlega 179 kr. Gengisvístalan hefur hækkað um 1,8% í morgun og er nú um 224 stig. 14.4.2009 11:06 Hlutabréf í Royal Unibrew rjúka upp í verði Mikill skriður hefur verið á verði hlutabréfa í bruggverksmiðjunum Royal Unibrew í kauphöllinni í Kauðmannahöfn í morgun. Hefur verðið á bréfunum hækkað um 22% m.v. stöðuna á þeim fyrir páska. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut. 14.4.2009 10:57 Tæplega 500 Hollendingar krefjast Icesave borgunnar Alls hafa 469 Hollendingar, sem áttu yfir 100.000 evrur á Icesave reikningum, sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem þeir krefjast borgunnar á innistæðum sínum. Vilja þeir að forsætisráðherra geri málið að forgangsmáli sínu þrátt fyrir komandi kosningar. 14.4.2009 10:41 Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp. 14.4.2009 10:23 Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 10:18 Walesbúar brunnu inni með milljarða í íslensku bönkunum Bæjar-og sveitarfélög, lögregluembætti, háskólar og aðrar opinbear stofnanir í Wales brunnu inni með 74 milljónir punda, eða tæplega 14 milljarða kr. í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. 14.4.2009 10:14 Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt um lækkun vaxta og tók vaxtabreytingin gildi 11. apríl. 14.4.2009 09:39 Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni. 14.4.2009 09:02 Sjá næstu 50 fréttir
Kreditkortaveltan dróst saman um rúm 16% í mars Heildarvelta kreditkorta í marsmánuði var 20,7 milljarður kr. samanborið við 24,7 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 16,3% samdráttur milli ára. 16.4.2009 10:33
Landic Property selur norrænar eignir sínar Landic Property hefur gengið frá sölu á fasteignasafni sínu í Finnlandi og skrifað undir samning um sölu á dönskum og sænskum dótturfélögum. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Trackside Holding. 16.4.2009 10:25
Krugman segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt efnahafslega Paul Krugman prófessor við Princeton háskólann og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði 2008 segir að Austurríki sé ekki dauðadæmt í efnahagsmálum þrátt fyrir alvarlega áhættu af lánum banka landsins til þjóða í Austur-Evrópu. 16.4.2009 10:03
Annað hrun á Íslandi ef ekki er sótt um aðild að ESB Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar segir í grein í Morgunblaðinu í dag að ef Ísland sæki ekki um aðild að Evrópusambandinu á næstu mánuðum stefni í annað hrun íslenska efnahagskerfisins. Þeir sem hafni nú Evrópusambandsaðild hafi ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins. 16.4.2009 09:27
Heildarafli íslenskra skipa jókst um rúm 14% í mars Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 9,8% meiri en í mars 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 14,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 16.4.2009 09:09
Um þúsund aðilar hafa fjárfest í Ríkissafni Íslandsbanka Ríkissafn Íslandssjóða hefur hlotið góðar viðtökur fjárfesta frá stofnun sjóðsins í byrjun desember, en sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum fjármálastofnana. Um eitt þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í sjóðnum fyrir rúma 6 milljarða króna. 16.4.2009 08:11
Erfiðasta ár í 13 ára sögu VBS gert upp 9,4 milljarðar króna af láni ríkisins til VBS fjárfestingarbanka eru færðir til tekna í ársreikningi. Eiginfjárhlutfall hefði verið nógu hátt þótt færslan hefði ekki verið gerð. 16.4.2009 06:00
TellMeTwin vinnur Red Herring 100 Samskipta- og meðmælavefurinn TellMeTwin.com er vinningshafi Red Herring 100 í Evrópu, en viðskipta- og tækniritið Red Herring útnefnir árlega hundrað efnilegustu tæknifyrirtækin. 16.4.2009 00:01
Bankar mega ekki lenda í höndum auðmanna Það er ágæt hugmynd að selja bankana aftur. En það kann ekki góðri lukku að stýra að selja þá auðmönnum. Slíkt hefur ekki skilað góðum árangri í öðrum löndum, hvorki í Mexíkó né í Rússlandi fyrir áratug,“ segir David O. Beim, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. 16.4.2009 00:01
Rólegt í kauphöllinni Frekar rólegum degi er lokið í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og stendur í tæpum 224 stigum. 15.4.2009 16:48
Góður gangur hjá Opin kerfi ehf. Opin kerfi ehf. hafa sent frá sér tilkynningu vegna frétta um Opin Kerfi Group hf. í gærdag. Í tilkynningunni segir að góður gangur sé í rekstri Opinna kerfa ehf. og að reksturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi gengið mjög vel. 15.4.2009 16:20
Tískukroppar kreppunnar eru búttaðir og mjúkir Þvengmjóar fyrirsætur með heróín-útlit heyra nú sögunni til. Þær voru andlit uppsveiflunnar í tískunni á síðustu árum. Í dag eru tískukroppar kreppunnar búttaðir og mjúkir samkvæmt úttekt sem börsen.dk hefur gert á málinu. 15.4.2009 16:08
Laxeldi Silfurstjörnunnar skilar 380 milljónum í ár Laxeldi Silfurstjörnunnar mun skila um 380 milljónum kr. í útflutningsverðmæti í ár miðað við það verð sem fæst fyrir laxinn á Evrópumarkaðinum í dag. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar segir að á næsta ári muni þeir síðan auka framleiðsluna. 15.4.2009 14:48
Þrír bjóða sig fram í stjórn Teymis Teymi hf. hafa borist þrjú framboð til stjórnarsetu vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á hluthafafundi þann 20. apríl 2009. 15.4.2009 14:02
Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns. 15.4.2009 13:32
Sókn í vaxtamunaviðskipti gæti aflétt gjaldeyrishöftunum Sókn alþjóðlegra fjárfesta í vaxtamunaviðskipti á ný ásamt því að nokkuð miðar í endurreisn fjármálakerfisins eru þættir sem opna fyrir möguleikann á afnámi gjaldeyrishaftanna hér á landi. 15.4.2009 13:00
Gamlar Singer saumavélar seldar á 6 milljónir stykkið Orðrómur um að dularfullan málm sé að finna í gömlum Singer saumavélum hefur leitt til þess að þær ganga kaupum og sölum á 6 milljónir kr. stykkið í Saudi-Arabíu þessa daganna. 15.4.2009 12:37
Enn bólar ekkert á framhaldsláninu frá AGS Núna eru liðin rétt rúmur mánuður síðan Íslandsleiðangri sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lauk en niðurstaða sendinefndarinnar liggur enn ekki fyrir og af þeim sökum bíður önnur greiðsla láns AGS að upphæð 155 milljónir dollara enn afgreiðslu. 15.4.2009 12:02
Erlendir aðilar eiga 62% af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu í febrúarlok ríkisbréf og -víxla fyrir tæplega 200 milljarða kr. að nafnvirði. Þar af nam eign þeirra í ríkisbréfum 175 milljörðum kr., sem jafngildir 62% af útistandandi ríkisbréfum að viðbættum lánsbréfum til aðalmiðlara. 15.4.2009 11:55
Tap á rekstri Garðabæjar á síðasta ári Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir 2008 nam tap af rekstri sveitarfélagsins tæplega 39 milljónum kr. en áætlun hljóðaði upp á 73 milljónir króna í hagnað. 15.4.2009 11:20
Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna. 15.4.2009 10:37
Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. 15.4.2009 10:17
Stjórnvöld á Mön greiða innistæðurnar hjá Kaupþingi Stjórnvöld á eyjunni Mön hafa ákveðið að verja 180 milljónum punda eða um 35 milljörðum kr. til að greiða innistæður sem eyjabúar áttu inni í Singer & Friedlander (SF),banka Kaupþings á eyjunni. Alls er um 10.000 manns að ræða. 15.4.2009 09:45
Danska krónan sú fjórða vinsælasta í gjaldeyrisviðskiptum Danska krónan er nú fjórða vinsælasta mynt heimsins til að fjárfesta með í gjaldeyrisviðskiptum. Hún er einkum vinsæl í gengiskrossinum svissneskir frankar/dönsk króna. 15.4.2009 09:09
Háskólagjöld Breta hækka vegna íslenska bankahrunsins Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. 15.4.2009 09:05
Tap UBS á fyrsta fjórðungi 220 milljarðar króna Svissneski UBS-bankinn tapaði nærri tveimur milljörðum svissneskra franka á fyrsta fjórðungi ársins en það jafngildir rúmlega 220 milljörðum króna. 15.4.2009 07:17
Sér glitta í vonarneista í hagkerfinu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagðist sjá glitta í vonarneista í efnahag landsins. Þetta sagði hann á fundi með háskólanemum við Georgetown University í dag. Hann varaði menn þó við að botninum væri þegar náð. 14.4.2009 21:55
Lífeyrissjóðir vilja taka þátt í fjármögnun Tónlistarhúss Landsbankinn veitti þriggja og hálfs milljarðs króna lán til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir til Tónlistarhúsið. Vextir af láninu eru næstum tuttugu prósent. Lífeyrissjóðir hafa átt í óformlegum viðræðum við Austurhöfn, eiganda tónlistar og ráðstefnuhússins í Reykjavík, um að taka þátt í fjármögnun verksins. 14.4.2009 19:04
Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14.4.2009 18:40
Talsverð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 16:15
Opin Kerfi Group hefja viðræður við lánadrottna um kröfur þeirra Stjórn Opin Kerfi Group hf. mun á næstunni hefja viðræður við lánadrottna félagsins um uppgjör á kröfum á hendur félagsins þar á meðal skuldabréfa með heitið OPKF 01 1, sem eru á gjalddaga þann 20.apríl 2009. 14.4.2009 15:12
Marel selur eignir fyrir sex milljarða Marel hefur selt eignir utan kjarnastarfsemi sinnar fyrir samtals 37,5 milljónir evra eða rúmlega 6 milljarða kr. 14.4.2009 14:57
SPM greiðir ekki vexti og afborganir af skuldabréfaflokkum Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) hefur sent tilkynningu til kauphallarinnar þar sem segir að SPM muni ekki greiða afborganir né vexti af skuldabréfaflokkum sínum á næstunni. Þar á meðal er flokkur sem er á gjalddaga þann 15. apríl. 14.4.2009 14:47
Playboy setur tímaritasafn sitt á netið Playboy hefur ákveðið að setja úrval af tímaritasafni sínu á netið og er ókeypis fyrir alla að skoða herlegheitin. Tímaritin sem hér um ræðir spanna útgáfuna frá árinu 1954 og fram til ársins 2006. 14.4.2009 13:15
Liklegt að ferðamönnum fjölgi og þeir kaupi meira en áður Líklegt er að ferðamannaiðnaðurinn muni taka verulega við sér í sumar og að lágt gengi krónunnar verði til þess að ferðamönnum muni fjölga og að þeir ferðamenn sem hingað komi muni kaupa meira en áður. 14.4.2009 12:00
Askar fær frest frá FME til að lagfæra eiginfjárhlutfall sitt Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu (FME) til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf. 14.4.2009 11:30
Áfram eftirspurn eftir ríkisvíxlum Seðlabanki Íslands efndi til útboðs á flokki ríkisvíxla þann 8. apríl síðastliðinn. Alls bárust 49 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 54,4 milljarða kr. að nafnverði. 14.4.2009 11:12
Gengi krónunnar veikist töluvert, evran yfir 170 kr Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í morgun og er evran nú komin í rúmlega 179 kr. Gengisvístalan hefur hækkað um 1,8% í morgun og er nú um 224 stig. 14.4.2009 11:06
Hlutabréf í Royal Unibrew rjúka upp í verði Mikill skriður hefur verið á verði hlutabréfa í bruggverksmiðjunum Royal Unibrew í kauphöllinni í Kauðmannahöfn í morgun. Hefur verðið á bréfunum hækkað um 22% m.v. stöðuna á þeim fyrir páska. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut. 14.4.2009 10:57
Tæplega 500 Hollendingar krefjast Icesave borgunnar Alls hafa 469 Hollendingar, sem áttu yfir 100.000 evrur á Icesave reikningum, sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem þeir krefjast borgunnar á innistæðum sínum. Vilja þeir að forsætisráðherra geri málið að forgangsmáli sínu þrátt fyrir komandi kosningar. 14.4.2009 10:41
Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp. 14.4.2009 10:23
Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 10:18
Walesbúar brunnu inni með milljarða í íslensku bönkunum Bæjar-og sveitarfélög, lögregluembætti, háskólar og aðrar opinbear stofnanir í Wales brunnu inni með 74 milljónir punda, eða tæplega 14 milljarða kr. í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. 14.4.2009 10:14
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt um lækkun vaxta og tók vaxtabreytingin gildi 11. apríl. 14.4.2009 09:39
Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni. 14.4.2009 09:02