Fleiri fréttir

Gísli Þór Reynisson er látinn

Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson er látinn. Gísli lést eftir skammvinn veikindi á gjörgæsludeild Landsspítalann við Hringbraut aðfaranótt sunnudags. Gísli sem var 43 ára gamall skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Útrásarvíkingarnir sjást ekki á Íslandi

Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag.

Efnahagskerfi Kínverja styrkist

Efnahagskerfi Kína hefur styrkst að undanförnu en fjármálakreppan hefur líkt og í öðrum ríkjum komið niður á efnahag landsins, að mati Wen Jiabao forsætisráðherra Kína.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Kaupþing og Landsbankinn hafa ekki tilkynnt um slíkt.

Skilanefndin og Tchenguiz deila um Somerfield

Skilanefnd Kaupþings og breski auðkýfingurinn Robert Tchenguiz eiga nú í deilum um hvernig skipta eigi söluverði verslunarkeðjunnar Somerfield. Þetta kemur fram í the Observer í dag. Kaupþing og Tchenguiz áttu hlut í Somerfield en verslunarkeðjan var seld í mars fyrir tæplega 30 milljarða króna.

Ódýrara að kaupa nýjan bíl heldur en notaðan

Í Bretlandi eru nú sumar bifreiðar ódýrari heldur en notaðar. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Fjármálakreppan hefur haft þessi áhrif. Neytendur geta sparað allt að 1000 pund eða rúmlega 190 þúsund íslenskar krónur ef þeir kaupa nýja bifreið í stað bifreiðar sem búið er að aka nokkur þúsund kílómetra.

Samrunaviðræður Yahoo og Microsoft hafnar að nýju

Viðræður um samruna Yahoo og Microsoft eru hafnar á nýjan leik en upp úr slitnaði í maraþonviðræðum stjórnenda fyrirtækjanna um samruna þeirra í lok síðasta árs. Jerry Yang, fyrrum forstjóri Yahoo, var þá sakaður um að hafa verið helsti þröskuldurinn sem Microsoft komst ekki yfir þegar fyrirtækið gerði tilboð í Yahoo.

Fjársvikamaðurinn Madoff þvingaður í gjaldþrot

Fjársvikamaðurinn Bernard Madoff gæti verið þvingaður í persónulegt gjaldþrot til að tryggja að allar eignir hans verði notaðar til að greiða þeim fjárfestum sem hann sveik til baka. Dómari í New York greindi frá þessu í dag.

Tveir bandarískir bankar gjaldþrota

Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu tveimur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 23 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Japanir örva hagkerfið með innspýtingu

Stjórnvöld í Japan hafa greint frá þeirri fyrirætlun sinni að veita 150 milljörðum dollurum í efnahagshvetjandi aðgerðir. Upphæðin samsvarar rúmlega 19 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Beðnir um að lækka eigin laun

Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn banka- og tryggingarstofnana í Kína hafa verið beðnir um að lækka eigin laun til að draga úr bilinu á milli þeirra og almennra launamanna í landinu.

Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu

Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðehrra bréf og krafist lausna á sínum málum

Kaupþing dottið af lista Forbes

Kaupþing banki, sem var í 593 sæti á lista Forbes, yfir stærstu 2000 fyrirtæki heims í fyrra er dottinn út af listanum. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hrundi bankinn í október og enn hefur ekki tekist að ljúka við gerð efnahagsreiknings hans að nýju.

Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr

Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda.

MP Banki á ekki Arkea eða Exeter

Stjórnarformaður MP Banka, Margeir Pétursson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu að bankinn tengist á engan hátt deilumáli vegna lánveitinga stjórnar Byrs vegna eigin stofnfjárbréfa.

Tchenquiz að missa kráarkeðju

Athafnamaðurinn Robert Tchenguiz, sem fékk hundruði milljarða lánaða frá Kaupþingi, er nú við það að missa kráarkeðjuna Globe Pub Company. Ástæðan er að skuldabréf að verðmæti 44 milljarðar er gjaldfallið þar sem kráarkeðjan hefur brotið lánaskilmála.

Lánshæfi sjóðs Buffetts fellur

Moody's hefur lækkað lánshæfismat Berkshire Hathaway, fjárfestingasjóð Warrens Buffet, um tvo stig úr AAA í Aa2. Þetta kemur í kjölfarið á versta afkomuári sjóðsins frá því Buffet eignaðist hann árið 1965.

Samkomulag um greiðslujöfnun gengistryggðra lána

Viðskiptaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa í dag gert samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Samhliða því gera Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða, skilanefnd SPRON og Íbúðalánasjóður með sér samkomulag um samþykki síðari veðhafa. Markmið samkomulagsins er að tryggja þau áform ríkisstjórnarinnar, að lækka greiðslubyrði á myntkörfulánum þannig að lántekendur geti staðið í skilum, án þess þó að grípa til afskrifta úr bankakerfinu og/eða verulegs kostnaðar úr ríkissjóði.

Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð

Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa.

Stýrivaxtalækkunin vonbrigði

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum.

Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga

Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis.

Byr semur við erlenda lánardrottna

Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu að allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða.

Gengi Eimskips fellur um 20 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent.

Stýrivextir verða 15,5 prósent

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag.

Alcoa tapaði tæpum hálfum milljarði dollara

Álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars á Fjarðarál á Reyðarfirði, tapaði 497 milljónum dollara, jafnvirði um 63 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins en fyrirtækið var einnig rekið með tapi ársfjórðunginn þar á undan.

Lækkun á Asíumarkaði

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og námufyrirtækja sem mest lækkuðu.

Alcoa tapar 63 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars á Fjarðarál á Reyðarfirði, tapaði 497 milljónum dollara, jafnvirði um 63 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins en fyrirtækið var einnig rekið með tapi ársfjórðunginn þar á undan.

MP með mesta veltu

Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent.

Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi

„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis.

Kreppan ekki látin fara til spillis

„Synd væri að láta kreppuna fara til spillis,“ segir Barbara Gordon, aðstoðarforstjóri sölusviðs Microsoft til fyrirtækja og samstarfsaðila (Enterprise & Partner Group, EMEA).

Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans

„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA).

Mikilvægt að halda höfuðstöðvum heima

„Þið verðið að ákveða hvaða leið þið viljið fara. Hagkerfi Finna hefur lengi verið opið fyrir fjárfestingu erlendra aðila,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.

Mannauður á krepputímum

Nú þegar efnisleg verðmæti fyrir­tækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins – mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir.

Beðið er sprotafregna

„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!“ segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprota­fyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér,“ segir hún.

Á hverju er nú von?

Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim.

Hverjum bjallan glymur

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Edda Rós til AGS

„Mér þótti þetta starf mjög spennandi og sótti um. Hætti hjá bankanum fyrir hádegi á föstudag [í síðustu viku] og byrjaði á skrifstofu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) eftir hádegið,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, áður hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Viðskiptaráðherra lokar fjármálamarkaði

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, dótturfyrirtæki Icelandair Group lokaði NASDAQ markaðnum ásamt Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, við hátíðlega athöfn í kvöld að NASDAQ MarketSite, Times Square í New York.

Lækkanir í Kauphöllinni í dag

Ekkert félag hækkaði í Kauphöll Íslands í dag. Hinsvegar lækkuðu fjögur félög en Century Aluminum lækkaði mest allra og féll um 7,47%. Þá lækkaði Marel um 0,85% og Bakkavör um 0,79%. Össur lækkaði einnig um 0,44%.

Sjá næstu 50 fréttir