Viðskipti innlent

Um þúsund aðilar hafa fjárfest í Ríkissafni Íslandsbanka

Ríkissafn Íslandssjóða hefur hlotið góðar viðtökur fjárfesta frá stofnun sjóðsins í byrjun desember, en sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum fjármálastofnana. Um eitt þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í sjóðnum fyrir rúma 6 milljarða króna.

Í tilkynningu segir að fjárfestingastefna Ríkissafnsins sé að fjárfesta 70% af eignum í ríkisskuldabréfum og 30% í innlánum fjármálastofnana. Heimilt er að auka vægi ríkisskuldabréfa upp í 100% og einnig er heimilt að auka vægi innlána í 50% og draga á móti úr vægi ríkisskuldabréfa.

„Með fjárfestingu í sjóðnum næst góð eignadreifing milli skuldabréfa með ábyrgð ríkissjóðs og innlána fjármálastofnana. Stuttur meðaltími skuldabréfa þýðir að verð bréfa í sjóðnum sveiflast minna en ella við breytingar á ávöxtunarkröfu bréfanna á markaði. Virk stýring er á sjóðnum og hann hefur sýnt góða ávöxtun frá stofnun, gengi sjóðsins hefur hækkað um 5,8% síðan 5. desember en samsvarar um 18% ávöxtun á ársgrundvelli (m.v. gengisskráningu 8.apríl)," segir í tilkynningunni.

Rekstraraðili Ríkissafnsins er Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka. Íslandssjóðir hafa mikla reynslu af rekstri og stýringu ríkisskuldabréfasjóða, en fyrirtækið bar fyrir nafnabreytingu Íslandsbanka nafnið Glitnir Sjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×