Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag 15. apríl 2009 10:17 Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur. Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur.
Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent