Fleiri fréttir

Raungengið ekki verið lægra í þrjá áratugi

Raungengi krónunnar er nú talsvert lægra en verið hefur síðustu þrjá áratugi. Lætur nærri að hlutfallslegt verð á neysluvörum og þjónustu hér á landi miðað við önnur lönd hafi verið 30% lægra á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en raunin var að meðaltali undanfarin 30 ár og staðan er svipuð þegar launakostnaður á Íslandi er borinn saman við viðskiptalönd okkar, að því er fram kemur í morgunkorni Íslandsbanka.

Helmingur stærstu fyrirtækja landsins ráða í ný störf

Rúmlega helmingur stærstu fyrirtækja landsins ætlar að ráða í ný störf á þessu ári. Þetta kemur fram í könnun Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að nokkur hreyfing sé vinnumarkaði um þessar mundir og um 400 störf í boði.

Gylfi lokar NASDAQ markaðnum

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, munu loka NASDAQ markaðnum við hátíðlega athöfn í dag að NASDAQ MarketSite sem er á Times Square í hjarta í New York. Athöfnin hefst klukkan 15:45 að bandarískum tíma eða klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Góðgerðarsamtökum en ekki almenningi verði bættur skaðinn

Fjárlaganefnd neðri deildar breska þingsins leggur til að góðgerðarfélögum verði bættar innistæður sem töpuðust í bankahruninu á Íslandi í haust en ekki almenningi og bæjarfélögum og opinberum aðilum. Fjölmargir þar á meðal eftirlaunaþegar misstu sparifé sitt í hruninu.

Lækkun í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun en japanska jenið styrktist um leið töluvert gagnvart dollar og evru. Asíuvísitala Morgan Stanley lækkaði um hálft prósent en japanska Nikkei-vísitalan féll um 0,1 prósent í viðskiptum dagsins.

Yfirtökutilboð Ágúst og Lýðs lækkað

Fjármálaeftirlitið hefur lækkað lágmarksverð í yfirtökutilboði félagsins BBR ehf, sem er í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, í Exista. Félagið var skylt til þess að taka yfir Exista ehf en þá var verðið 4,62 á hlut. Nú er það 0,02 á hlut.

Rólegt í Kauphöllinni

Lítið var um viðskipti í Kauphöll Íslands í dag. Einungis voru gerð viðskipti með fimm af þeim sautján félögum sem eftir eru í Kauphöllinni.

Hudson í HR og á fundi Framsóknar

Michael Hudson, rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskólann í Missouri, heldur fyrirlestur við Háskólann í Reykjavík í hádeginu á morgun. Í tilkynningu frá Háskólanum kemur fram að í fyrirlestrinum lýsi dr. Hudson í stuttu máli skoðun sinni á erlendri skuldastöðu Íslands, aðdraganda og valkostum við úrlausn hennar, þ.m.t. aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málinu.

Engir fjármunir færðir frá Spron yfir í Nýja Kaupþing

Í ljósi umræðu í fjölmiðlum í dag vill Nýja Kaupþing árétta að í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur SPRON fóru stjórnvöld þess á leit við Nýja Kaupþing að allar innstæður fyrrum viðskiptavina SPRON og nb.is færðust yfir til bankans. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþing segir að meginmarkmið stjórnvalda með þessu hafi verið að tryggja aðgengi fyrrum viðskiptavina SPRON að innstæðum sínum enda eru allar innstæður tryggðar samkvæmt yfirlýsingu ríkistjórnarinnar.

Landsbankinn boðar til blaðamannafundar

Landsbankinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan hálffimm dag í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. Á fundinum verður Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, með stutta kynningu. Í tilkynningu frá bankanum kemur ekki fram hvert tilefni fundarsins er.

Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar.

Reynt að leysa jöklabréfavandann

Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig leysa eigi jöklabréfavandann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sig upp á móti þeim hugmyndum.

Greining Íslandsbanka spáir vaxtalækkun upp á 1 prósentustig

Greining Íslandsbanka spáir því í morgunkorni sínu að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að lækka stýrivexti á miðvikudag um eitt prósentustig. Um er að ræða aukavaxtaákvörðunardag en vegna óvissu um horfur í hagkerfinu og samspil vaxta og gengis taldi nefndin á síðasta fundi sínum rétt að fjölga vaxtaákvörðunarfundum sínum. „Verður vaxtaákvörðun því í fyrstu viku hvers mánaðar frá apríl til júlí og í annarri viku ágústmánaðar," segir í morgunkorninu.

Engar viðræður við AGS um upptöku evru

Stjórnvöld hafa ekki átt í viðræðum við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um einhliða upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag þegar að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í trúnaðarskýrslu sem breska dagblaðið Financial Times komst yfir.

Iceland vill fleiri Woolworths verslanir

Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir.

Gengi Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur í 41,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í aprílok 2004.

Bréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest.

Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Fillippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund.

Meiri samdráttur en búist var við

Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times.

Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða

Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur.

Fleiri fjárfesta í sprotafyrirtækjum

Stór fyrirtækjakaup heyra sögunni til í bili og hafa fjárfestingasjóðir í Evrópu beint sjónum sínum í auknum mæli að fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta segir Kimberly Romaine, ristjóri breska tímaritsins Unquote.

Mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bandarísku vinnumálastofnunarinnar, sem birtar voru í gær. Þetta er í samræmi við spár.

Jákvæð vöruskipti

Vöruskipti voru jákvæð um 8,3 milljarða króna í mars, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Verðmæti vöruútflutnings nam 34,9 milljörðum króna á óbreyttu gengi í mánuðinum en verðmæti innflutnings 26,6 milljörðum króna á sama tíma.

Eik tapaði 31,6 milljónum

Eik fasteignafélag tapaði 31,6 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1,7 milljarða króna hagnað í hittiðfyrra. Í uppgjöri félagsins kemur fram að reksturinn hafi gengið mjög vel þrátt fyrir mjög erfið skilyrði.

Opnun útibúa SPRON frestast

MP Banki mun ekki geta opnað á ný þrjú útibú SPRON á mánudag eftir helgi eins og stefnt var að þegar gengið var frá samkomulagi við skilanefnd SPRON um kaup MP Banka á Netbankanum og útibúaneti SPRON. Ekki er hægt að tilgreina nýja opnunar dagsetningu á þessari stundu.

Hlutabréf héldu áfram að hækka

Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar.

Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum

Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 19 milljörðum króna fyrir skatta í fyrra. Afkoma sjóðsins var neikvæð um 17.042 milljónir króna að teknu tilliti til tekjuskatts. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins er 7,06%. Afkoma Sparisjóðsins fyrir skatta var neikvæð um 19.064 milljónir króna. Fram kemur í tilkynningu á vef Kauphallarinnar að tap Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja til eignarýrnunar vegna efnahagshrunsins og varúðarniðurfærslu á útistandandi kröfum.

Nýi Kaupþingsbankinn sakaður um sóðaleg vinnubrögð

Mikil óánægja er meðal kröfuhafa Pennans eftir að fyrirtækið var sett í gjaldþrotameðferð í gær að kröfu Nýja Kaupþings. Bankinn keypti rekstur fyrirtækisins og stofnaði í kringum hann nýja kennitölu. Kröfuhafar saka bankann um kennitöluflakk og sóðaleg vinnubrögð.

Úrræðum beitt gegn fyrirtækjum sem skila ekki ársreikningum

Ársreikningaskrá undirbýr kæru til skattrannsóknarstjóra vegna málefna BM Vallár og annarra félaga sem ekki hafa skilað ársreikningum til opinberrar birtingar svo árum skipti. Á sama tíma er BM Vallá að hefja mál gegn ársreikningaskrá.

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur sjálfstæðan rekstur

Almenni lífeyrissjóðurinn mun hefja sjálfstæðan rekstur þann 1. maí 2009 en sjóðurinn var áður með rekstrarsamning við Íslandsbanka hf. Almenni lífeyrissjóðurinn er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins, að fram kemur í tilkynningu.

Kaupþing yfirtekur Sparisjóð Mýrasýslu

Sparisjóður Mýrasýslu hefur samið við stærstu lánadrottna sína og gert samning við Nýja Kaupþing um að bankinn kaupi allar eignir sparisjóðsins. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið gert til þess að tryggja áframhaldandi þjónustu við viðskiptavini sjóðsins og með hagsmuni samfélagsins í huga.

Rannsóknarnefndin: 100 stærstu viðskiptavinir með helming lánanna

Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar.

Century Aluminium upp um 41% í dag

Century Aluminium tók mikið stökk í kauphöllinni í dag og hækkaði um 41%. Annars var markaðurinn á neikvæðu nótunum, úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og stendur í 215 stigum.

Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum

Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005.

Afleiðingar gjaldeyrishafta verða lökustu lífskjör í Evrópu

Lífskjör á Íslandi færast 60 ár aftur í tímann og verða með þeim lökustu í Evrópu ef ekki verður losað um gjaldeyrishöft og stýrivextir lækkaðir. Þetta kom fram í máli Margeirs Péturssonar, stjórnarformanns MP banka, í þættinum Markaðurinn með Birni Inga Hrafnssyni í gærkvöldi.

Viðskiptaráðherra vill breyta lögum om bankaleynd

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að fjölmiðlar eigi að geta upplýst almenning um mikilvæg atriði eins og óeðlilegar lánveitingar bankamanna. Hann beitir sér fyrir breytingum á lögum um bankaleynd. Ásakanir Fjármálaeftirlitsins um að blaðamenn brjóti bankaleynd séu innlegg í málið.

Skyldar Senu til að selja Skífuna ótengdum aðila

Samkeppniseftirlitið leggur þá skyldu á Senu að Skífan verði seld til ótengds aðila. Á meðan söluferli Skífunnar stendur yfir og þar til Skífan verður seld hafa samrunaaðilar fallist á að hlíta tilteknum skilyrðum sem er ætlað að koma í veg fyrir þau samkeppnislega skaðlegu áhrif sem af samrunanum stafar á meðan Skífan er enn í eigu Senu.

Sjá næstu 50 fréttir