Fleiri fréttir Fjármálaeftirlitið birti skýrslur um bankana Viðskipta- og forsætisráðuneyti hafa farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það birti helstu niðurstöður úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um starfsemi bankanna fyrir hrunið. Í skýrslunum eru allar aðgerðir bankanna mánuðinn áður en þeir voru þjóðnýttir. 10.1.2009 18:29 Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph. 10.1.2009 17:54 Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg. 10.1.2009 18:50 Rannsaka hvort bankarnir hafi tekið stöðu gegn krónunni Það er verkefni fyrir hinn sérstaka saksóknara að kanna hvort að bankarnir hafi verið að veikja krónuna á sama tíma og þeir seldu okkur það sem við töldum vera gengisvarnir, segir framkvæmdastjóri LÍU. 10.1.2009 12:02 Stakk ekki upp á kaupendum á BT og Skífunni Ég átti hvorki hugmyndina að því að koma Senu og Högum að samningaborðinu né kom ég að fjármögnun eða kaupsamningum í þessum viðskiptum, segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu. 9.1.2009 20:14 Ætla að skapa 2500 ný störf Iceland verslanirnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa keypt 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar. 9.1.2009 17:33 Straumur féll um rúman fjórðung Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 26,57 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í fjárfestingabankanum endaði í 1,05 krónum og hlut en fór til skamms tíma í rúma 90 aura á hlut. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun hlutabréfaverðs. 9.1.2009 16:39 Olíuverðið aftur niður fyrir 40 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði niður fyrir 40 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag. Kom þetta í kjölfar nýrra talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. 9.1.2009 16:03 Sakar gömlu bankana um blekkingar í gjaldmiðlasamningum Hvöttu eigendur stóru viðskiptabankanna starfsfólk sitt vísvitandi til þess að selja útflutningsatvinnuvegunum og lífeyrissjóðum í landinu gjaldeyrisskiptasamninga, þar sem staða var tekin með með krónunni? 9.1.2009 15:41 Sparisjóðirnir lækka verðtryggða vexti sína Sparisjóðirnir munu flestir lækka verðtryggða inn- og útlánsvexti frá og með 11. janúar næstkomandi. Útlánsvextir munu lækka um 0,05% og verðtryggðir innlánsvextir um allt að 0,10%. 9.1.2009 14:20 Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum. 9.1.2009 14:06 Kauphöllin veitir RUV opinbera áminningu Kauphöllin hefur ákveðið að veita RUV ohf. opinbera áminningu vegna brota á reglum kauphallarinnar. Brotin eru vegna tafa á útkomu ársskýrslu RUV. 9.1.2009 12:46 Hlutabréf Straums hrynja í verði Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um rúm 25 prósent það sem af er dags og fór til skamms tíma undir krónu á hlut. Mánuður er liðinn í dag síðan Fjármálaeftirlitið leyfði á ný viðskipti með bréf félagsins og hefur það hrunið um 63 prósent síðan þá. 9.1.2009 12:39 Óvíst hvort stjórnvöld nái að uppfylla kröfur AGS í tíma Alls óvíst er hvort íslensk stjórnvöld nái að uppfylla þær kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem eiga að vera komnar til framkvæmda í næsta mánuði. Þá fer fram fyrsta endurskoðun AGS en hún er grundvöllur fyrir áframhaldandi aðstoð sjóðsins. 9.1.2009 12:10 Afgangur á vöruskiptum skilar ekki sterkari krónu Ljóst er að afgangur á vöruskiptum hefur ekki skilað sér að fullu inn á gjaldeyrismarkað. Þetta er áhyggjuefni þar sem ein helsta stoðin undir styrkingu krónunnar átti að vera sá viðsnúningur sem framundan er á vöruskiptum við útlönd. 9.1.2009 12:00 Þýsk stjórnvöld eignast 25% í Commerzbank Þýsk stjórnvöld hafa veitt næststærsta banka landsins neyðarlán upp á 10 milljarða evra, eða 1.700 milljarða kr. og hafa í staðinn eignast 25% í bankanum. 9.1.2009 11:10 Morten Lund viðurkennir svik við stjórnendur Nyhedsavisen Morten Lund fyrrum eigandi Nyhedsavisen viðurkennir nú að hann hafi svikið stjórnendur Nyhedsavisen um launagreiðslur. Biður hann þá Svenn Dam og Morten Nissen NIelsen afsökunnar á athæfi sínu. 9.1.2009 10:47 Hlutur Samson í Sjælsö Gruppen er til sölu Tæplega 8% hlutur í danska fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen er nú til sölu en hluturinn er í eigu Samson sem er gjaldþrota og í skiptameðferð. 9.1.2009 10:14 Marel hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,25 prósent í dag en Straums fallið um 2,1 prósent. Önnur félög hafa ekki hreyfst það sem af er dags í Kauphöllinni. 9.1.2009 10:14 Matsfyrirtækið Fitch hætt að meta gömlu íslensku bankana Matsfyrirtækið Fitch hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framvegis hætta að leggja mat á gömlu íslensku bankana þrjá Glitni, Kaupþing og Landsbankann. 9.1.2009 10:00 Setur 1.400 milljarða kr. verðmiða á Actavis Financial Times setur 8 milljarða evra, eða tæplega 1.400 milljarða kr., verðmiða á Actavis. Eins og fram hefur komið í fréttum er Actavis nú til sölu en það er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag hans Novator. 9.1.2009 09:30 Vill kaupa kröfur á fjögur félög með miklum afslætti Aðili sem kallar sig Kröfukaupahópurinn vill kaupa kröfur á fjögur félög með miklum afslætti. :Þetta kemur fram í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. 9.1.2009 09:04 Hlutabréf japanskrar bruggverksmiðju hækka Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig. 9.1.2009 08:26 Ísland gjaldþrota verði einhliða upptaka evru reynd Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Auðar Capital, segir að gjaldþrot íslensku þjóðarinnar sé næsta víst, verði reynt að taka einhliða upp evru. 8.1.2009 19:45 DeCode ræðir við Araba um aðkomu að rekstrinum DeCode móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar er í viðræðum við fjölmarga alþjóðlega fjárfesta, meðal annars í arabaheiminum um að koma inn í rekstur fyrirtækisins. 8.1.2009 18:51 Kjalar vill fá borgaðan gjaldeyrissamning á gengi Evrópska Seðlabankans Forsvarsmenn fjárfestingarfélagsins Kjalar vilja að Kaupþing borgi þeim út gjaldeyrissamning á gengi Evrópska Seðlabankans, sem er um helmingi hærra en gengi Seðlabanka Íslands. Forstjóri félagsins neitar því að alfarið að félagið hafi tekið stöðu á móti krónunni. 8.1.2009 18:45 Bankarnir gætu fallið aftur vegna erlendra skulda Erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila gætu leitt til þess að bankarnar fari aftur í þrot. Starfshópur á vegum ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja eignasafn bankanna. Til greina kemur að breyta íbúðalánum yfir í verðtryggð krónulán. 8.1.2009 18:35 Ómögulegt að selja FIH bankann við núverandi aðstæður Stjórn FIH bankans hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki hafi reynst mögulegt að selja bankann. JP Morgan reyndi hvað hann gat til að selja FIH í nóvember s.l. en án árangurs. 8.1.2009 15:15 Ólíklegt að Björgólfur Thor hagnist mikið á sölu Actavis Reuters-fréttastofan segir í dag að skriður sé kominn á hugsanlega sölu Actavis en fregnir um söluna hafa verið á sveimi frá því í október á síðasta ári. Þrátt fyrir verðmiða upp á 6 milljarða dollara, eða vel yfir 700 milljarða kr. er ólíklegt að Björgólfur Thor Björgólfsson hagnist mikið á sölunni. 8.1.2009 14:20 Mesta verðfall á olíu í sjö ár Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun. 8.1.2009 13:48 FIH bankinn rekur fimmta hvern starfsmanna sinna FIH bankinn danski, sem er í eigu íslenska ríkisins, ætlar að reka 90-110 starfsmanna sinna eða fimmta hvern starfsmann hjá bankanum. Einnig mun nokkrum deildum bankans verða lokað. 8.1.2009 13:20 Verulegur afgangur af vöruskiptum í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins var verðmæti innfluttrar vöru í desember 32,5 milljörðum kr. sem er nokkuð minni innflutningur en í nóvember þegar hann nam 40,6 milljarða kr. Fyrstu vísbendingar eru um að útflutningur vöru hafi aukist töluvert í desember en hann nam 43,2 miljarða kr. í nóvember 8.1.2009 13:11 Staða ríkissjóðs versnaði um 46 milljarða kr. í fyrra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði síðasta árs nam handbært fé frá rekstri 7,3 milljörðum kr. innan ársins, sem er 46,2 milljarða kr. verri útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. 8.1.2009 12:59 Veik staða krónunnar heldur stýrivöxtum háum Meginástæða hárra stýrivaxta hér á landi er veik staða krónunnar og hin brýna þörf á að forða henni frá frekara hruni. 8.1.2009 12:23 Hagnaður hjá House of Fraser og Iceland í sókn Breska verslunarkeðjan House of Fraser sem er í eigu Baugs tilkynnti í dag um gott gengi í jólavertíðinni. Á fimm vikna tímabili fyrir jól og fram til þriðja janúar jókst heildarsala í verslunum félagsins um 4,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaður jókst. 8.1.2009 12:21 Bretar lækka stýrivexti um hálft prósentustig Englandsbanki lækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig. Þeir standa nú í 1,5 prósentum og hafa ekki verið lægri í 315 ár. 8.1.2009 12:19 Fyrrum starfsmenn Viðskiptablaðsins fá ekki greidd laun Um 15 fyrrverandi starfsmenn Framtíðarsýnar, sem gaf út Viðskiptablaðið, fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót, en útlit er fyrir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta áður en langt um líður. 8.1.2009 12:13 Saga Capital semur við IFS ráðgjöf Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur samið við IFS Ráðgjöf um að fyrirtækið sinni ráðgjafa- og greiningavinnu fyrir bankann um stöðu og þróun efnahags- og markaðsmála. 8.1.2009 11:32 Lettland er lent í íslenskri kreppu Lettland er lent í íslenskri kreppu eftir að Moody´s lækkaði lánshæfimatið á ríkissjóði Lettlands úr A3 niður í Baa1. Hið sama gerði Moody´s á ríkissjóði Íslands í lok síðasta árs. 8.1.2009 10:51 Hlutabréf í Carnegie fljúga upp í verði Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fljúga upp í verði þessa stundina í Svíþjóð. Bréfin eru í umboðssölu utanmarkaðar hjá HQ Direct og voru í morgun seld á genginu 2,5-2,75 kr. sænskar á hlutinn. 8.1.2009 10:35 Marel og Össur hækka - en Straumur fellur Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems og Össuri er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni í dag. Félögin eru þau stærstu sem mynda nýju Úrvalsvísitöluna (OMXI6). Gengi bréfa Marel hefur hækkað um 0,83 prósent og Össurar um 0,63 prósent. 8.1.2009 10:25 Erlendir aðilar fá 5,6 milljarða kr. í vaxtagreiðslur í janúar Vaxtagreiðslur af gjalddaga á 40 milljarða kr. krónubréfum í þessum mánuði munu nema 5,6 milljörðum kr.. Gjalddaginn er 28. janúar. Bréfin eru að mestu í eigu erlendra aðila. 8.1.2009 09:51 Gistinóttum fjölgar á milli ára Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 77.300 og jukust um tæplega 2 prósent frá nóvember 2007 þegar gistinætur voru 76.000. Í frétt á vef Hagstofunnar segir að hlutfallslega hafi mesta fjölgunin verið á Suðurl- og Austurlandi eða um 30 prósent miðað við nóvember 2007. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði úr 5.700 í 7.400 og á Austurlandi úr 1.100 í 1.500. 8.1.2009 09:26 Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. 8.1.2009 09:11 Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og fann kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo einna mest fyrir þeirri lækkun en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 22 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar um að tap yrði væntanlega á rekstrinum á nýafstöðnum ársfjórðungi í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. 8.1.2009 08:26 Sjá næstu 50 fréttir
Fjármálaeftirlitið birti skýrslur um bankana Viðskipta- og forsætisráðuneyti hafa farið þess á leit við Fjármálaeftirlitið að það birti helstu niðurstöður úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um starfsemi bankanna fyrir hrunið. Í skýrslunum eru allar aðgerðir bankanna mánuðinn áður en þeir voru þjóðnýttir. 10.1.2009 18:29
Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph. 10.1.2009 17:54
Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg. 10.1.2009 18:50
Rannsaka hvort bankarnir hafi tekið stöðu gegn krónunni Það er verkefni fyrir hinn sérstaka saksóknara að kanna hvort að bankarnir hafi verið að veikja krónuna á sama tíma og þeir seldu okkur það sem við töldum vera gengisvarnir, segir framkvæmdastjóri LÍU. 10.1.2009 12:02
Stakk ekki upp á kaupendum á BT og Skífunni Ég átti hvorki hugmyndina að því að koma Senu og Högum að samningaborðinu né kom ég að fjármögnun eða kaupsamningum í þessum viðskiptum, segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum nú fyrir stundu. 9.1.2009 20:14
Ætla að skapa 2500 ný störf Iceland verslanirnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Baugs, hafa keypt 51 verslun sem áður var í eigu Woolworths keðjunnar. 9.1.2009 17:33
Straumur féll um rúman fjórðung Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 26,57 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í fjárfestingabankanum endaði í 1,05 krónum og hlut en fór til skamms tíma í rúma 90 aura á hlut. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun hlutabréfaverðs. 9.1.2009 16:39
Olíuverðið aftur niður fyrir 40 dollara á tunnuna Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði niður fyrir 40 dollara á tunnuna á markaðinum í New York í dag. Kom þetta í kjölfar nýrra talna um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. 9.1.2009 16:03
Sakar gömlu bankana um blekkingar í gjaldmiðlasamningum Hvöttu eigendur stóru viðskiptabankanna starfsfólk sitt vísvitandi til þess að selja útflutningsatvinnuvegunum og lífeyrissjóðum í landinu gjaldeyrisskiptasamninga, þar sem staða var tekin með með krónunni? 9.1.2009 15:41
Sparisjóðirnir lækka verðtryggða vexti sína Sparisjóðirnir munu flestir lækka verðtryggða inn- og útlánsvexti frá og með 11. janúar næstkomandi. Útlánsvextir munu lækka um 0,05% og verðtryggðir innlánsvextir um allt að 0,10%. 9.1.2009 14:20
Snéri aftur úr vopnuðu bankaráni til að borga yfirdrátt sinn Bankaræningi vopnaður haglabyssu og með lambúshettu til að hylja andlit sitt rændi nær 6 milljónum króna úr banka í Serbíu. Hann kom svo aftur í bankann nokkrum mínútum síðar, án byssunnar og hettunnar, og vildi gera upp yfirdrátt sinn í bankanum. 9.1.2009 14:06
Kauphöllin veitir RUV opinbera áminningu Kauphöllin hefur ákveðið að veita RUV ohf. opinbera áminningu vegna brota á reglum kauphallarinnar. Brotin eru vegna tafa á útkomu ársskýrslu RUV. 9.1.2009 12:46
Hlutabréf Straums hrynja í verði Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um rúm 25 prósent það sem af er dags og fór til skamms tíma undir krónu á hlut. Mánuður er liðinn í dag síðan Fjármálaeftirlitið leyfði á ný viðskipti með bréf félagsins og hefur það hrunið um 63 prósent síðan þá. 9.1.2009 12:39
Óvíst hvort stjórnvöld nái að uppfylla kröfur AGS í tíma Alls óvíst er hvort íslensk stjórnvöld nái að uppfylla þær kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem eiga að vera komnar til framkvæmda í næsta mánuði. Þá fer fram fyrsta endurskoðun AGS en hún er grundvöllur fyrir áframhaldandi aðstoð sjóðsins. 9.1.2009 12:10
Afgangur á vöruskiptum skilar ekki sterkari krónu Ljóst er að afgangur á vöruskiptum hefur ekki skilað sér að fullu inn á gjaldeyrismarkað. Þetta er áhyggjuefni þar sem ein helsta stoðin undir styrkingu krónunnar átti að vera sá viðsnúningur sem framundan er á vöruskiptum við útlönd. 9.1.2009 12:00
Þýsk stjórnvöld eignast 25% í Commerzbank Þýsk stjórnvöld hafa veitt næststærsta banka landsins neyðarlán upp á 10 milljarða evra, eða 1.700 milljarða kr. og hafa í staðinn eignast 25% í bankanum. 9.1.2009 11:10
Morten Lund viðurkennir svik við stjórnendur Nyhedsavisen Morten Lund fyrrum eigandi Nyhedsavisen viðurkennir nú að hann hafi svikið stjórnendur Nyhedsavisen um launagreiðslur. Biður hann þá Svenn Dam og Morten Nissen NIelsen afsökunnar á athæfi sínu. 9.1.2009 10:47
Hlutur Samson í Sjælsö Gruppen er til sölu Tæplega 8% hlutur í danska fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen er nú til sölu en hluturinn er í eigu Samson sem er gjaldþrota og í skiptameðferð. 9.1.2009 10:14
Marel hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,25 prósent í dag en Straums fallið um 2,1 prósent. Önnur félög hafa ekki hreyfst það sem af er dags í Kauphöllinni. 9.1.2009 10:14
Matsfyrirtækið Fitch hætt að meta gömlu íslensku bankana Matsfyrirtækið Fitch hefur tilkynnt að fyrirtækið muni framvegis hætta að leggja mat á gömlu íslensku bankana þrjá Glitni, Kaupþing og Landsbankann. 9.1.2009 10:00
Setur 1.400 milljarða kr. verðmiða á Actavis Financial Times setur 8 milljarða evra, eða tæplega 1.400 milljarða kr., verðmiða á Actavis. Eins og fram hefur komið í fréttum er Actavis nú til sölu en það er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í gegnum félag hans Novator. 9.1.2009 09:30
Vill kaupa kröfur á fjögur félög með miklum afslætti Aðili sem kallar sig Kröfukaupahópurinn vill kaupa kröfur á fjögur félög með miklum afslætti. :Þetta kemur fram í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. 9.1.2009 09:04
Hlutabréf japanskrar bruggverksmiðju hækka Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig. 9.1.2009 08:26
Ísland gjaldþrota verði einhliða upptaka evru reynd Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Auðar Capital, segir að gjaldþrot íslensku þjóðarinnar sé næsta víst, verði reynt að taka einhliða upp evru. 8.1.2009 19:45
DeCode ræðir við Araba um aðkomu að rekstrinum DeCode móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar er í viðræðum við fjölmarga alþjóðlega fjárfesta, meðal annars í arabaheiminum um að koma inn í rekstur fyrirtækisins. 8.1.2009 18:51
Kjalar vill fá borgaðan gjaldeyrissamning á gengi Evrópska Seðlabankans Forsvarsmenn fjárfestingarfélagsins Kjalar vilja að Kaupþing borgi þeim út gjaldeyrissamning á gengi Evrópska Seðlabankans, sem er um helmingi hærra en gengi Seðlabanka Íslands. Forstjóri félagsins neitar því að alfarið að félagið hafi tekið stöðu á móti krónunni. 8.1.2009 18:45
Bankarnir gætu fallið aftur vegna erlendra skulda Erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila gætu leitt til þess að bankarnar fari aftur í þrot. Starfshópur á vegum ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja eignasafn bankanna. Til greina kemur að breyta íbúðalánum yfir í verðtryggð krónulán. 8.1.2009 18:35
Ómögulegt að selja FIH bankann við núverandi aðstæður Stjórn FIH bankans hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki hafi reynst mögulegt að selja bankann. JP Morgan reyndi hvað hann gat til að selja FIH í nóvember s.l. en án árangurs. 8.1.2009 15:15
Ólíklegt að Björgólfur Thor hagnist mikið á sölu Actavis Reuters-fréttastofan segir í dag að skriður sé kominn á hugsanlega sölu Actavis en fregnir um söluna hafa verið á sveimi frá því í október á síðasta ári. Þrátt fyrir verðmiða upp á 6 milljarða dollara, eða vel yfir 700 milljarða kr. er ólíklegt að Björgólfur Thor Björgólfsson hagnist mikið á sölunni. 8.1.2009 14:20
Mesta verðfall á olíu í sjö ár Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun. 8.1.2009 13:48
FIH bankinn rekur fimmta hvern starfsmanna sinna FIH bankinn danski, sem er í eigu íslenska ríkisins, ætlar að reka 90-110 starfsmanna sinna eða fimmta hvern starfsmann hjá bankanum. Einnig mun nokkrum deildum bankans verða lokað. 8.1.2009 13:20
Verulegur afgangur af vöruskiptum í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins var verðmæti innfluttrar vöru í desember 32,5 milljörðum kr. sem er nokkuð minni innflutningur en í nóvember þegar hann nam 40,6 milljarða kr. Fyrstu vísbendingar eru um að útflutningur vöru hafi aukist töluvert í desember en hann nam 43,2 miljarða kr. í nóvember 8.1.2009 13:11
Staða ríkissjóðs versnaði um 46 milljarða kr. í fyrra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrstu ellefu mánuði síðasta árs nam handbært fé frá rekstri 7,3 milljörðum kr. innan ársins, sem er 46,2 milljarða kr. verri útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. 8.1.2009 12:59
Veik staða krónunnar heldur stýrivöxtum háum Meginástæða hárra stýrivaxta hér á landi er veik staða krónunnar og hin brýna þörf á að forða henni frá frekara hruni. 8.1.2009 12:23
Hagnaður hjá House of Fraser og Iceland í sókn Breska verslunarkeðjan House of Fraser sem er í eigu Baugs tilkynnti í dag um gott gengi í jólavertíðinni. Á fimm vikna tímabili fyrir jól og fram til þriðja janúar jókst heildarsala í verslunum félagsins um 4,5 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaður jókst. 8.1.2009 12:21
Bretar lækka stýrivexti um hálft prósentustig Englandsbanki lækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig. Þeir standa nú í 1,5 prósentum og hafa ekki verið lægri í 315 ár. 8.1.2009 12:19
Fyrrum starfsmenn Viðskiptablaðsins fá ekki greidd laun Um 15 fyrrverandi starfsmenn Framtíðarsýnar, sem gaf út Viðskiptablaðið, fengu ekki greidd laun um síðustu mánaðamót, en útlit er fyrir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta áður en langt um líður. 8.1.2009 12:13
Saga Capital semur við IFS ráðgjöf Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur samið við IFS Ráðgjöf um að fyrirtækið sinni ráðgjafa- og greiningavinnu fyrir bankann um stöðu og þróun efnahags- og markaðsmála. 8.1.2009 11:32
Lettland er lent í íslenskri kreppu Lettland er lent í íslenskri kreppu eftir að Moody´s lækkaði lánshæfimatið á ríkissjóði Lettlands úr A3 niður í Baa1. Hið sama gerði Moody´s á ríkissjóði Íslands í lok síðasta árs. 8.1.2009 10:51
Hlutabréf í Carnegie fljúga upp í verði Hlutabréf í sænska bankanum Carnegie fljúga upp í verði þessa stundina í Svíþjóð. Bréfin eru í umboðssölu utanmarkaðar hjá HQ Direct og voru í morgun seld á genginu 2,5-2,75 kr. sænskar á hlutinn. 8.1.2009 10:35
Marel og Össur hækka - en Straumur fellur Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems og Össuri er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni í dag. Félögin eru þau stærstu sem mynda nýju Úrvalsvísitöluna (OMXI6). Gengi bréfa Marel hefur hækkað um 0,83 prósent og Össurar um 0,63 prósent. 8.1.2009 10:25
Erlendir aðilar fá 5,6 milljarða kr. í vaxtagreiðslur í janúar Vaxtagreiðslur af gjalddaga á 40 milljarða kr. krónubréfum í þessum mánuði munu nema 5,6 milljörðum kr.. Gjalddaginn er 28. janúar. Bréfin eru að mestu í eigu erlendra aðila. 8.1.2009 09:51
Gistinóttum fjölgar á milli ára Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 77.300 og jukust um tæplega 2 prósent frá nóvember 2007 þegar gistinætur voru 76.000. Í frétt á vef Hagstofunnar segir að hlutfallslega hafi mesta fjölgunin verið á Suðurl- og Austurlandi eða um 30 prósent miðað við nóvember 2007. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði úr 5.700 í 7.400 og á Austurlandi úr 1.100 í 1.500. 8.1.2009 09:26
Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. 8.1.2009 09:11
Lækkun á Asíumörkuðum Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og fann kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo einna mest fyrir þeirri lækkun en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 22 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar um að tap yrði væntanlega á rekstrinum á nýafstöðnum ársfjórðungi í fyrsta sinn í tæp þrjú ár. 8.1.2009 08:26