Ómögulegt að selja FIH bankann við núverandi aðstæður 8. janúar 2009 15:15 Stjórn FIH bankans hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki hafi reynst mögulegt að selja bankann. JP Morgan reyndi hvað hann gat til að selja FIH í nóvember s.l. en án árangurs. Eins og kunnugt er af fréttum í dag hefur FIH gripið til þess ráðs að reka um 100 af starfsmönnum sínum eða fimmta hvern starfsmann bankans. Jafnframt verður nokkrum deildum lokað, þar á meðal hlutabréfadeild bankans. Reiknað er með að bankinn geti sparað 180-200 milljónir danskra kr. í ár með þessum hætti eða um 4 milljarða kr.. Málið hefur vakið mikla athygi í dönskum fjölmiðlum í dag en FIH bankinn er nú í eigu íslenska ríkisins. Fram kemur í tilkynningu frá FIH að hinir íslensku eigendur bankans hafi reynt síðan í október að selja bankann. Í umfjöllun á visir.is um málið í vetur kom fram að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, 500 milljóna evra neyðarlán korteri fyrir hrun Kaupþings í haust. Lán þetta, vel yfir 70 milljarðar kr., var með allsherjarveði í FIH. JP Morgan setti 40 milljarða kr. verðmiða á FIH en samt vildi enginn kaupa. Það var einkum vegna þess að FIH þarf á endurfjármögnun upp á vel yfir 10 milljarða danskra kr. að halda á þessu ári eða yfir 200 milljarða kr.. Spurningin sem vaknar er hvort Seðlabanki Íslands þurfi að koma þar að máli svo FIH fari ekki í þrot. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn FIH bankans hefur í fyrsta sinn viðurkennt opinberlega að ekki hafi reynst mögulegt að selja bankann. JP Morgan reyndi hvað hann gat til að selja FIH í nóvember s.l. en án árangurs. Eins og kunnugt er af fréttum í dag hefur FIH gripið til þess ráðs að reka um 100 af starfsmönnum sínum eða fimmta hvern starfsmann bankans. Jafnframt verður nokkrum deildum lokað, þar á meðal hlutabréfadeild bankans. Reiknað er með að bankinn geti sparað 180-200 milljónir danskra kr. í ár með þessum hætti eða um 4 milljarða kr.. Málið hefur vakið mikla athygi í dönskum fjölmiðlum í dag en FIH bankinn er nú í eigu íslenska ríkisins. Fram kemur í tilkynningu frá FIH að hinir íslensku eigendur bankans hafi reynt síðan í október að selja bankann. Í umfjöllun á visir.is um málið í vetur kom fram að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi, fyrrum eigenda FIH, 500 milljóna evra neyðarlán korteri fyrir hrun Kaupþings í haust. Lán þetta, vel yfir 70 milljarðar kr., var með allsherjarveði í FIH. JP Morgan setti 40 milljarða kr. verðmiða á FIH en samt vildi enginn kaupa. Það var einkum vegna þess að FIH þarf á endurfjármögnun upp á vel yfir 10 milljarða danskra kr. að halda á þessu ári eða yfir 200 milljarða kr.. Spurningin sem vaknar er hvort Seðlabanki Íslands þurfi að koma þar að máli svo FIH fari ekki í þrot.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira