Fleiri fréttir

Varnaðarorðin voru of lágvær

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brást líklega of seint við vísbendingum um undirmálskreppuna og hefði átt að brýna raust sína. Þetta segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann tekur undir með seðlabankastjórum beggja vegna Atlantsála að lítill hagvöxtur á móti verðbólguþrýstingi séu áhættuþættir.

Bankauppgjöra beðið í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þegar fjárfestar keyptu bréf á ný eftir lækkun í tvo daga á undan. Minna atvinnuleysi en spáð var og almennt ágæt afkoma í smásöluverslun á fyrsta fjórðungi ársins ýtti auk þess undir bjartsýni manna. Óvissa ríkir um framtíðina og munu málin ekki skýrast fyrr en uppgjör banka og fjármálafyrirtækja skila sér í hús í næstu viku.

Baugsmenn hvergi nærri hættir

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir að félagið muni fjárfesta í smásölufyrirtækjum þrátt fyrir erfiðari aðstæður á markaði. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt á heimsþingi smásala, sem haldið er í Barcelona.

Glitnir lækkaði um 3%

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,88% í dag. Það er Glitnir banki sem leiðir lækkunina en bréf í bankanum lækkuðu um 3,04%.

Hlutabréf lækka mest á Íslandi

Hlutabréf höfðu lækkað meira í Kauphöll Íslands á hádegi í dag en í nokkurri annarri Kauphöll í Evrópu og hefur lækkunin ekki verið meiri síðan 17. mars, samkvæmt fréttum Bloomberg fréttastofunnar.

Krónan hefur lækkað um 1,22% í dag

Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um 1,22% það sem af er degi þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um fimm punkta stýrivaxtahækkun í morgun.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Litlar líkur eru taldar á því að bankinn geri breytingar á vaxtastigi í bráð enda verðbólguþrýstingur mikill samfara útliti fyrir hægari hagvöxt en í fyrra, að mati Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra.

Englandsbanki lækkar stýrivexti

Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði.

Þjóðarnauðsyn að verðbólga verði hamin

Verðbólga jókst 2% meira á fyrsta ársfjórðungi 2008 en spáð hafði verið og verðbólguhorfur eru enn slæmar. Hækkunin er helst rakin til mikils gengisfalls islensku krónunnar.

Stýrivaxtahækkun mun ekki hjálpa krónunni

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans er ekki til þess fallin að hjálpa krónunni eða gjaldeyrismarkaðnum við þær aðstæður sem nú ríkja, að mati Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningadeildar Kaupþings.

Hlutabréf niður í byrjun dags

Hlutabréf SPRON, Glitnir, Existu og Straums féllu um rúm tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Á eftir fylgdu gengi allra banka og fjármálafyrirtækja. Samtals lækkaði gengi bréfa í ellefu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina. Minnsta lækkunin var á gengi bréfa í Össuri, sem fór niður um 0,54 prósentustig.

Stýrivextir á Íslandi orðnir hærri en í Tyrklandi

Fjallað er um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á helstu viðskiptasíðum dönsku blaðanna. Í Berlingske Tidende segir að með hækkuninni séu vextirnir hér á landi orðnir hærri en í Tyrklandi og þar með þeir hæstu meðal iðnaðarþjóða.

Bloomberg segir vaxtahækkunina koma á óvart

Viðskiptafréttaveitan Bloomberg fjallar um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun og segir hana hafa komið á óvart. Vitnar Bloomberg þar til þess að fimm af níu hagfræðingum sem Bloomberg spurði nýlega um málið töldu að vöxtunum yrði haldið óbreyttum.

Krónan lækkar eftir stýrivaxtahækkun

Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,38 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 147,5 stigum. Vísitalan fór hæst í rúm 158 stig skömmu eftir páska og hefur hún því styrkst um rúm 6,6 prósent síðan þá.

Stýrivextir hækkaðir um 0,5%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 15,5%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.

Verri efnahagshorfur vestanhafs

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Nokkur atriði spila inn í, svo sem verri efnahagshorfur vestanhafs, að mati bandaríska póstflutningafyrirtækisins UPS, og mikil hækkun á olíuverði. Olíuverðið fór í rúma 112 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum í dag og hefur aldrei verið hærra.

Hjördís í loks dags

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur í greiningu Glitnis, var gestur Sindra Sindrasonar í dag í þættinum Í loks dags á Vísi.

Þessir eiga Baug, Styrk og Stoðir

Í kjölfar þess að Baugur Group seldi fjölmiðla- tækni- og fjárfestingahluta sína yfir til tveggja systurfélaga, Stoðir Invest og Styrks Invest hafa margir velt því fyrir sér hverjir séu raunverulegir eigendur þessara þriggja félaga. Vísir varpar ljósi á málið.

Spá 9% stýrivöxtum í lok árs 2009

Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru, lækkandi gengi krónunnar, kaupmáttartrygging launasamninga og vöxtur opinberra fjárfestinga leggjast nú á eitt um að kynda undir verðbólguvæntingar, að mati greiningadeildar Landsbankans.

Segir Baug hreinsa til svo einingarnar verði seljanlegri

Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að með tilfærslum á eignum Baugs yfir til tveggja tengdra félaga sé fyrst og fremst verið að reyna að hreinsa til hjá félaginu.

Grænn morgun í kauphöllinni

Markaðurinn hófst á jákvæðum nótum í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,3% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 5.498 stigum.

Vextir gætu hækkað

Seðlabankinn gefur út efnahagsspá á morgun. Farið gæti svo að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig á morgun, gangi eftir spá greiningardeilda Landsbankans og Glitnis. Hjá Kaupþingi gera sérfræðingar greiningardeildar hins vegar ráð fyrir óbreyttum vöxtum áfram.

Verkfræðistofur stækka stöðugt

VGK-hönnun og Rafhönnun sameinast á föstudag og til verður stærsta verkfræðistofa landsins. Sameiningar eru fleiri. Jákvætt segir formaður Félags íslenskra verkfræðinga.

Flogið til móts við viðskiptaengla

„Það er nauðsynlegt að brúa bilið á milli Klaks, sem styður við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki, og fagfjárfestingarsjóða. Fyrirtæki sem eru að komast af klakstigi þurfa að komast í hendurnar á góðu fólki sem er tilbúið til að veita þeim fjármagn og hjálpa til við reksturinn,“ segir dr. Eggert Claessen, en hann er í forsvari fyrir samtök viðskiptaengla, Iceland Angels, þeim fyrstu hér á landi.

Mikilvægt að vilja breytast

Markþjálfun er eitt af tískuorðunum á Íslandi í dag. Sænskur ráðgjafi segir mikilvægt að fólk leggi mikið á sig.

Lestur, veiði og skíði

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fer við og við til útlanda í skíðaferðir með fjölskyldunni þegar tækifæri gefast.

Sérfræðistörfin dýrust

„Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfsmannaveltuna.

Banakahólfið: Miklar væntingar

Óhætt er að segja að aðgerða stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun og gefur um leið út Peningamál.

Vaxtamunurinn dregur úr áhættunni

Hver sem borgar af lánum í erlendri mynt finnur rækilega fyrir veikingu krónunnar um þessar mundir með hækkandi afborgunum. Fólk kann að spyrja sig hvort það væri betur sett með hefðbundið verðtryggt lán í íslenskum krónum.

Ekkert einhliða góðgerðastarf hjá ríkinu

Rekstur þjóðkirkjunnar kostar um fjóra milljarða króna á ári. Þetta fé er á fjárlögum. Eignir þjóðkirkjunnar nema hátt í tuttugu milljörðum króna. Ingimar Karl Helgason ræddi við kirkjunnar menn, sem segjast ekkert fá frá ríkinu. Reksturinn sé byggður á réttmætum eigum kirkjunnar og félagsgjöldum.

Í beinni frá hálendinu

Vaskir starfsmenn Símans og Sensa gengu upp á Hvannadalshnúk um síðastliðna helgi með það að markmiði að prófa sambandið við nýja 3G senda sem settir hafa verið upp á Háöxl, rétt undir Vatnajökli og Háfelli, sem er rétt austan Víkur í Mýrdal.

Vogunarsjóðsstjórar í stuði á 101 Hótel

Í grein í Financial Times ritar blaðamaðurinn David Ibison fróðlega grein um íslenskt efnahagslíf. Greinin byrjar á myndrænni lýsingu á því þegar hópur vogunarsjóðsstjóra kom hingað til lands í janúar í boði Bear Stearns. Ibison segir að kvöldvaka þessara viðskiptavina sem fram fór á 101 Hótel sé þegar orðin að þjóðsögu á meðal íslenskra kollega þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir