Verkfræðistofur stækka stöðugt Ingimar Karl Helgason skrifar 9. apríl 2008 00:01 Það hefur verið nóg að gera hjá verkfræðingum. Stór verkefni í húsbyggingum, samgöngum og orkumálum. Verkfræðistofurnar stækka í takt við stærri verkefni.Markaðurinn/GVA Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun. Héðan og þaðan Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun.
Héðan og þaðan Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira