Verkfræðistofur stækka stöðugt Ingimar Karl Helgason skrifar 9. apríl 2008 00:01 Það hefur verið nóg að gera hjá verkfræðingum. Stór verkefni í húsbyggingum, samgöngum og orkumálum. Verkfræðistofurnar stækka í takt við stærri verkefni.Markaðurinn/GVA Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun. Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Stefnt er að því að verkfræðistofurnar Rafhönnun og VGK-hönnun sameinist á föstudag, en hluthafafundur tekur ákvörðun um þetta á fimmtudaginn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ætla má að um 350 manns starfi hjá sameinuðu félagi. Verkfræðistofum hefur fækkað undanfarið og þær stækkað. Þannig var ákveðið fyrr á árinu að sameina verkfræðistofurnar VST og Rafteikningu. Þar starfa allt í allt um 240 manns. Starfsemi í sameinuðu fyrirtæki á að hefjast 23. þessa mánaðar. Því verða um 600 manns í starfi hjá þessum tveimur stærstu verkfræðistofum landsins. „Þetta er að mínu mati jákvætt,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands. „Með þessu móti komast stofurnar í stærri verkefni og geta í auknum mæli tekið að sér verkefni erlendis, líkt og í orkuútrásinni.“ Jóhanna bendir þó á að ekki safnist allir verkfræðingar saman á stórar stofur. Enn séu smærri stofur í rekstri. Auk þess vekur hún athygli á því að starfssvið verkfræðinga hafi víkkað út á undanförnum árum, en nú starfa fjölmargir verkfræðingar í bankakerfinu. „Það er ef til vill einn liður í því að verkfræðistofurnar sameinast í stærri fyrirtæki, það er mikil samkeppni um að fá verkfræðinga til starfa.“ Hins vegar sé jákvætt fyrir stétt verkfræðinga að sóst sé eftir kröftum þeirra. Nú eru starfandi þrjár verkfræðistofur með hundrað starfsmenn eða fleiri. Auk þeirra sem áður voru nefndar starfa yfir eitt hundrað manns hjá Línuhönnun. Þá starfa upp undir áttatíu manns hjá Almennu verkfræðistofunni, álíka margir hjá VSÓ og upp undir sextíu hjá Hniti. Á flestum stofum eru starfsmenn hins vegar fimm eða færri, eða á bilinu tíu til tuttugu. Til samanburðar má nefna að hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfa rúmlega áttatíu verk- og tæknifræðingar og innan við fimmtíu hjá Landsvirkjun.
Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira