Viðskipti innlent

Stýrivextir á Íslandi orðnir hærri en í Tyrklandi

Fjallað er um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á helstu viðskiptasíðum dönsku blaðanna. Í Berlingske Tidende segir að með hækkuninni séu vextirnir hér á landi orðnir hærri en í Tyrklandi og þar með þeir hæstu meðal iðnaðarþjóða.

Stýrivextir í Tyrklandi standa í 15,25 prósentum.

Í Berlingske segir m.a. að Ísland hafi nú náð þessu „leiðinlega fyrsta sæti„ meðal iðnaðarþjóða. Þar er síðan greint frá því helsta sem hrjáir efnahagslíf landsins sem sagt er hafa verið við suðupunktinn í fleiri ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×