Viðskipti innlent

Þjóðarnauðsyn að verðbólga verði hamin

Davíð Oddsson kynnti rökstuðning fyrir stýrivaxtahækkun.
Davíð Oddsson kynnti rökstuðning fyrir stýrivaxtahækkun.

Verðbólga jókst 2% meira á fyrsta ársfjórðungi 2008 en spáð hafði verið og verðbólguhorfur eru enn slæmar. Hækkunin er helst rakin til mikils gengisfalls islensku krónunnar.

Þetta kom fram í rökstuðningi Seðlabankans fyrir 0,5% stýrivaxtahækkun, sem Davíð Oddsson kynnti á blaðamannafundi klukkan ellefu í morgun.

Davíð sagði að núverandi gengislækkun myndi fljótt skila sér í hærra verðlagi og að það væri þjóðarnauðsyn að verðbólga verði hamin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×