Viðskipti innlent

Spá 9% stýrivöxtum í lok árs 2009

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans. Mynd/ GVA

Hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og hrávöru, lækkandi gengi krónunnar, kaupmáttartrygging launasamninga og vöxtur opinberra fjárfestinga leggjast nú á eitt um að kynda undir verðbólguvæntingar, að mati greiningadeildar Landsbankans.

Greiningadeildin spáir því að Seðlabankinn hækki vexti á morgun til þess að fylgja eftir vaxtahækkuninni sem tilkynnt var um í lok mars og reyna að ná niður væntingum um verðbólgu til langs tíma. Bankinn spáir því að vextir verði hækkaðir úr 15% í 15,5%, þótt ekki sé hægt að útiloka stærra skref.

Þá reiknar bankinn með að lækkun stýrivaxta hefjist í haust og að stýrivextir verði komnir í 14,75% í lok árs og 9% í lok árs 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×