Viðskipti erlent

Hrun í netþjónabúum IBM kom illa við Dani

Hrun í netþjónabúum tölvurisans IBM síðdegis í gær hafði áhrif á rekstur stórfyrirtækja víða um heim.

Þetta kom sér sérstaklega illa fyrir frændur vora Dani en rekstur fyrirtækja þar á borð við Möller-Mærsk, Danske Bank og Carlsberg fór úr skorðum vegna þessa.

Tölvukerfi Danske Bank sló út í hádeginu og var ekki komið í lag er bankinn lokaði síðdegis. Samkvæmt frétt í blaðinu Börsen má búast við að IBM þurfi að borga tugi milljóna króna í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×