Viðskipti innlent

Glitnir lækkaði um 3%

Lárus Welding forstjóri Glitnis.
Lárus Welding forstjóri Glitnis.

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,88% í dag. Það er Glitnir banki sem leiðir lækkunina en bréf í bankanum lækkuðu um 3,04%. FL Group lækkaði um 2,88%, Exista lækkaði um 2,83% og Kaupþing um 2,08%.

Hinn færeyski Eik Banki hækkaði um 3,95%, Skipti hf. hækkuðu um 2,18% og Atlantic Airways hækkuðu um 1,15%.

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,22% í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×