Viðskipti erlent

Danir kvarta um ósanngjarna samkeppnisstöðu

MYND/Reuters

Danskir bankar hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og kvartað yfir „ósanngjarnri samkeppnisstöðu“ sem þeir segja að stuðningur bresku stjórnarinnar gefi Northern Rock bankanum sem ákveðið hefur verið að ríkisvæða tímabundið.

The Sunday Times greinnir frá þessu og segir að fyrirtækið bjóði dönskum fjárfestum sparireikninga í gegnum Northern Rock í Danmörku.

Stærstu bankar Danmerkur skrifuðu bréf til Neelie Kroes framkvæmdastjóra samkeppnismála ESB fyrr í mánuðinum samkvæmt ónafngreindum heimildum blaðsins. Í bréfinu sagði að stuðningur bresku ríkisstjórnarinnar við bankann skekkti samkeppnisstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×