Viðskipti erlent

Kaupin á Bear Stearns kölluð brunaútsala

J.P. Morgan hefur fest kaup á fjármálafyrirtækinu Bear Stearns á verði sem blaðið Wall Street Journal kallar brunaútsölu.

Verðið sem J.P. Morgan greiddi voru 2 dollara á hlut og samkvæmt því var Bear Stearns metið á 236 milljónir dollara. Í síðasta mánuði var markaðsverð Bear Stearns um 3,5 milljarðar dollara.

Bear Stearns er síðasta fórnarlamb undirmálslánanna á fasteignamarkaðinum vestan hafs og þurfti neyðaraðstoð i síðustu viku til að komast hjá gjaldþroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×