Viðskipti erlent

Northern Rock verður þjóðnýttur

Northern Rock.
Northern Rock.

Breski Northern Rock bankinn verður þjóðnýttur. Þetta tilkynnti Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, tilkynnti nú síðdegis.

Hópur á vegum auðjöfursins Richards Branson annars vegar og hópur stjórnenda bankans hins vegar höfðu undirbúið tilboð í bankann. Ríkisstjórnin lagði áherslu á að kaupendur bankans greiddu til baka eins fljótt og auðið yrði þau neyðarlán sem breski seðlabankinn hafði veitt bankanum. Þau hljóða upp á 25 til 30 milljarða punda, jafnvirði 3.200 til 3.900 milljarða íslenskra króna. Talið var að tilboðin sem bárust í bankann væru ekki nægilega góð til að geta talist þjóna hagsmunum skattgreiðenda og því var ákveðið að þjóðnýta bankann, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá.

Fjármálaráðherrann segir að þjóðnýtingin sé tímabundin og til hennar hafi verið gripið til að koma í veg fyrir að kreppa Northern Rock smitaðist út í breska bankakerfið. Um leið og markaðsaðstæður bötnuðu yrði bankinn seldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×