Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum boðar hlutafjáraukningu

Atlantic Petroleum boðar hlutafjáraukningu í ár samhliða því að frekari boranir hefjast á Hook Head svæðinu undan ströndum Írlands. Tilraunarboranir í fyrra sýndu að töluvert magn af olú er á þessu svæði.

Í tilkynningu til kauphallarinnar í morgun segir að Atlantic Petroleum hafi útvegað sér olíuborpall til Hook Head svæðisins og verður hann kominn þangað í sumar.

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic segir að bráðlega fari olíuvinnsla í gang á Chestnut og Ettrick svæðunum og því sé mikilvægt að horfa til framtíðarinnar hvað aðra olíuvinnslu varðar. Því sé félagið ánægt með að hafa tryggt sér olíuborpall fyrir Hook Head svæðið í ár.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×