Viðskipti innlent

Spá mikilli hækkun á verðbólgu í febrúar

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,1% í febrúar. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,5% í febrúar samanborið við 5,8% í janúar.

Tólf mánaða verðbólga eykst því töluvert ef spá greiningarinnar gengur eftir en tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst hærri frá því í febrúar 2007, það er áður en virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður í mars á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×