Fleiri fréttir Þorsteinn hættir sem stjórnarformaður Glitnis Þorsteinn M. Jónsson mun hætta sem stjórnarformaður Glitnis. Nokkur breyting er á stjórn bankans. 13.2.2008 17:14 Hannes kaupir ekki í Geysi Green Energy FL Group hefur selt 43,1 prósents eignarhlut sinn í Geysir Green Energy til Glitnis, Atorku Group, og fleiri aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna uppgjörs síðasta árs. 13.2.2008 17:02 Halldór og Sveinbjörn hætta hjá FL Group Halldór Kristmannsson, forstöðumaður samskiptasviðs FL Group, og Sveinbjörn Indriðason, forstöðumaður fjármálasviðs, munu hætta störfum á næstu dögum. 13.2.2008 16:45 FL Group tapar 67 milljörðum FL Group tapaði 67,3 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þar af nam tapið 63,2 milljörðum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. 13.2.2008 16:42 Áhugasamur um mesta tap Íslandssögunnar „Hver er ekki áhugasamur um mesta tap íslandssögunnar,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands, um kynningarfund á ársreikningum FL Group. 13.2.2008 16:37 Hannes fékk 90 milljóna króna starfslokasamning Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, fékk 90 milljónir í starfslokasamning og rétt tæpar 50 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag. 13.2.2008 16:36 Hækkuðu í Kauphöllinni Spron, FL-Group og Exista hækkuðu öll um rúm 4% í Kauphöllinni í dag. Bakkavör hækkaði einnig um tæp 3% en Century Aluminum Company og 365 hf lækkuðu mest. 13.2.2008 16:35 Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. 13.2.2008 15:45 Stjórnvöld skortir stefnu í gjaldeyris- og peningamálum Svo virðist sem stefnumótun stjórnvalda í gjaldeyris- og peningamála skorti, eða hún sé ekki í takt við þarfir atvinnulífs og almennings, að sögn Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs og forstjóra Exista. 13.2.2008 15:01 Íbúðalánasjóður er ógn við jafnvægi í hagkerfinu Núverandi rekstrarfyrirkomulag Íbúðalánasjóðs er mein í íslensku hagkerfi og skortir mikið á að almenn umræða um hann sé byggð á traustum grunni. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. 13.2.2008 14:39 Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. 13.2.2008 13:23 Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. 13.2.2008 11:31 Ekstra Bladet biður Kaupþing afsökunar og borgar skaðabætur Danska blaðið Ekstra Bladet hefur beðið Kaupþing afsökunar vegna greinaskrifa um starfsemi bankans haustið 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi. Ekstra Bladet mun einnig greiða umtalsverðar skaðabætur og bæta Kaupþingi hæfilegan lögfræðikostnað. 13.2.2008 10:59 Góð byrjun í Kauphöllinni Öll félög nema fimm hafa hækkað nú við opnun Kauphallarinnar í morgun. FL Group hefur hækkað mest eða um 3,59% en SPRON, Bakkavör Group og Exista fylgja í humátt á eftir. 13.2.2008 10:29 FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. 13.2.2008 10:11 Sissnener hættur hjá Kaupþingi í Noregi Jan Petter Sissener, framkvæmdastjóri Kaupþings í Noregi og yfirmaður hlutabréfamiðlunar samstæðunnar, er hættur af persónulegum ástæðum. 13.2.2008 09:40 Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. 13.2.2008 09:09 Dýr dropinn Bensín hækkaði um rúmar tvær krónur hjá stóru olíufélögunum í gær og er algengt sjálfsafgreiðsluverð nú tæpar 138 krónur fyrir lítrann og díselolíulítrinn fór upp í rúmar 147 krónur. 13.2.2008 08:19 Skilaboðaþjónn framtíðar kynntur „Talmálið er framtíðin,“ segir Eric Figueras, spænskættaður frumkvöðull, sem með þeim Birki Marteinssyni og Arnari Gestssyni hefur komið á fót upplýsingatækni- og farsímafyrirtækinu AmiVox. Þeir hafa þróað og eru með í prófunum búnað í farsíma sem þeir binda vonir við að geti orðið smáskilaboðaþjónusta framtíðarinnar. 13.2.2008 02:15 Hörð lending eða tilslökun vaxta Skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Seðlabanki Íslands tekur á fyrsta vaxtaákvörðunardegi ársins sem er á morgun. Greiningardeild Kaupþings lýsti nýverið þeirri skoðun að lækkuðu stýrivextir ekki hratt mætti hér gera ráð fyrir mjög harðri lendingu í efnahagslífinu og spáir umtalsverðri lækkun strax. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spá aftur á móti óbreyttum vöxtum. 13.2.2008 00:01 Bankahólfið: Tilviljun? Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. 13.2.2008 00:01 Þörf á þriðja sæstrengnum eftir fimm ár Nýr fjarskiptasæstrengur, Danice, verður tekinn í notkun um næstu áramót. Framkvæmdastjóri Farice telur að þörf verði á nýjum streng eftir fimm ár. Forstjóri Hibernia Atlantic segir engar tímasetningar uppi um lagningu strengs frá Írlandi. Ekki sé freistandi að fara í samkeppni við ríkið við svo búið. 13.2.2008 00:01 Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Fimm þúsund störf hafa horfið úr fiskvinnslunni undanfarin tíu ár. Konum í fiskvinnslu fækkar meira en körlum. Yfir tíu prósent fiskvinnslufólks hafa misst vinnuna á fiskveiðiárinu. 13.2.2008 00:01 Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. 12.2.2008 21:04 Saga Capital undirbýr nýtt mál gegn Dögg Gestur Jónsson, lögmaður Saga Capital, segir að niðurstaða Hæstaréttar í máli skjólstæðings síns gegn Dögg Pálsdóttur og fyrirtæki hennar og sonar hennar, In Solidium, í dag felist enginn dómur um gildi krafna Saga Capital á hendur In Solidium. 12.2.2008 19:18 FL Group fær 1,7 milljarð í arð frá Glitni FL Group, sem er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúm 30% hlut, fær 1,7 milljarð króna í arðgreiðslu fyrir árið 2007 ef tillaga stjórnar bankans um að greiða 5,506 milljarða króna í arð af hagnaði rekstrarársins 2007, sem nam 27,651 milljörðum króna eftir skatta. 12.2.2008 19:06 Marelforstjóri með 100 milljónir í laun og kaupréttargróða Hörður Arnarson, forstjóri Marels, fékk rétt um 100 milljónir frá Marel á síðasta ári í formi launa og ágóða af kaupréttarsamningum samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins sem send var til Kauphallarinnar fyrir skömmu. 12.2.2008 17:17 Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. 12.2.2008 17:16 Hefur ekki trú á stýrivaxtalækkun „Ég hef ekki trú á því að þeir geri það en þörfin er hinsvegar mikil,“ sagði Bjarni Benediktsson þingmaður aðspurður hvort hann héldi að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti á fimmtudaginn. Bjarni var gestur Sindra Sindrasonar í Lok Dags hér á Vísi fyrir stundu. 12.2.2008 17:11 Hæstiréttur hafnar kröfu Saga Capital á hendur Dögg og syni Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital gegn Insolidum, fyrirtæki í eigu Daggar Pálsdóttur, lögfræðings og varaþingmanns, og sonar hennar, Ágústs Páls Ólafssonar. 12.2.2008 16:40 Eigið fé Kistu aukið þegar eignir rýrna Kista Fjárfestingafélag, sem er í helmingseigu SPRON, á ekki í vandræðum jafnvel þótt verðmæti eignarhluts félagsins í Exista sé komið rúmum fjórum milljörðum undir skuldir þess. Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður félagsins, segir að eigið fé verði aukið eftir þörfum. 12.2.2008 16:37 Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. 12.2.2008 16:29 Gengi evrunnar við hundraðkallinn Gengi evrunnar fór í morgun í fyrsta sinn yfir hundrað krónur. Þegar evran tók fyrst gildi 5. janúar árið 1999 var gengi hennar áttatíu og ein króna. 12.2.2008 12:40 Landsbankinn upp í morgun Landsbanki Íslands er það félag sem hefur hækkað hvað mest í morgun. Bankinn hefur hækkað um 0,36% síðan markaðir opnuðu í Kauphöllinni og stendur gengi bankans nú í 27,6. 12.2.2008 11:18 Exista fjarri því að vera tæknilega gjaldþrota Danska blaðið Börsen heldur því fram í grein í dag um íslenskt efnahagslíf að Exista sé nálægt því vera tæknilega gjaldþrota þar sem eigið fé félagsins hafi gufað upp að undanförnu. Sigurður Nordal, talsmaður Exista, segir það fjarstæðu að eigið fé félagsins sé "tæknilega uppurið". 12.2.2008 10:27 Álið fram úr sjávarafurðum Greiningardeild Kaupþings banka áætlar að útflutningsverðmæti áls aukist úr 80 milljörðum króna í fyrra upp í 135 milljarða króna á þessu ári og muni útflutningsverðmæti áls fara fram úr útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þessi mikla aukning vegur þungt í minnkandi viðskiptahalla við útlönd, að mati greiningardeildarinnar. 12.2.2008 08:20 Glitnir bregst við orðum Vilhjálms Vísi barst fyrir stundu yfirlýsing frá stjórn Glitnis banka vegna þeirra ummæla Vilhjálms Bjarnasonar í Silfri Egils í gær að hann ætlaði að höfða skaðabótamál á hendur Glitnis vegna starfslokasamnings sem bankinn gerði við Bjarna Ármannsson í fyrra. 11.2.2008 17:31 Exista lækkaði um 5,17% Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,28% í dag. Exista lækkaði mest, eða um um 5,17%. Glitnir banki lækkaði um 4,20% og Landsbanki Íslands lækkaði um 3,68%. 11.2.2008 16:54 Exista niður um tæp 7% Gengi Exista hefur lækkað um 6,64% það sem af er degi í Kauphöllinni. Gengi bréfa í félaginu er nú 10,83 og hefur fallið um 45% frá áramótum. 11.2.2008 14:27 Skoðaði mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni í morgun „Við fórum í gegnum þetta niður í ráðuneyti í morgun og lögin um hlutafélög eru mjög skýr. Að svo komnu máli sýnist mér að það þurfi ekki að kalla á breytingar á þeim,“ segir Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra um mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni. 11.2.2008 12:23 Exista hefur lækkað mest í morgun Það er Exista sem hefur lækkað mest frá opnun markaðar í Kauphöllinni í morgun. Félagið hefur lækkað um 3,45% og stendur gengið nú í 11,20. FL Group hefur einnig lækkað um 2,23% og stendur í 9,22. 11.2.2008 10:48 Exista enn við 20 prósenta þröskuldinn í Sampo Finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista á stóran hlut í, tilkynnti í morgun að Exista hafi framlengt samkomulag um kaup á bréfum í Sampo sem gert var 9. ágúst 2007, fram til 11. ágúst næstkomandi. Með samningnum getur Exista bætt við hlut sinn og ráðið tuttugu prósentum í finnska tryggingafyrirtækinu. 11.2.2008 10:31 Neikvæð fjölmiðlaumfjöllun stoppar ekki Icesave Þrátt fyrir neikvæðar fréttir í garð Icesave, innlánareikning Landsbankans, í Bretlandi halda Bretar áfram að stofna reikninga. Í gær stofnuðu 1100 nýir einstaklingar reikninga í Icesave sem er þrefalt meira en dagsmeðaltal frá stofnun. 11.2.2008 10:23 Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. 11.2.2008 09:11 Landsbankastjóri hlynntur því að taka upp evruna Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náninni framtíð. Þetta kom fram hjá honum í spjalli við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld. 10.2.2008 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Þorsteinn hættir sem stjórnarformaður Glitnis Þorsteinn M. Jónsson mun hætta sem stjórnarformaður Glitnis. Nokkur breyting er á stjórn bankans. 13.2.2008 17:14
Hannes kaupir ekki í Geysi Green Energy FL Group hefur selt 43,1 prósents eignarhlut sinn í Geysir Green Energy til Glitnis, Atorku Group, og fleiri aðila. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna uppgjörs síðasta árs. 13.2.2008 17:02
Halldór og Sveinbjörn hætta hjá FL Group Halldór Kristmannsson, forstöðumaður samskiptasviðs FL Group, og Sveinbjörn Indriðason, forstöðumaður fjármálasviðs, munu hætta störfum á næstu dögum. 13.2.2008 16:45
FL Group tapar 67 milljörðum FL Group tapaði 67,3 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þar af nam tapið 63,2 milljörðum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. 13.2.2008 16:42
Áhugasamur um mesta tap Íslandssögunnar „Hver er ekki áhugasamur um mesta tap íslandssögunnar,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands, um kynningarfund á ársreikningum FL Group. 13.2.2008 16:37
Hannes fékk 90 milljóna króna starfslokasamning Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, fékk 90 milljónir í starfslokasamning og rétt tæpar 50 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem birt var í dag. 13.2.2008 16:36
Hækkuðu í Kauphöllinni Spron, FL-Group og Exista hækkuðu öll um rúm 4% í Kauphöllinni í dag. Bakkavör hækkaði einnig um tæp 3% en Century Aluminum Company og 365 hf lækkuðu mest. 13.2.2008 16:35
Ríkisstjórnin leiðréttir rangfærslur um íslenskt efnahagslíf Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag. 13.2.2008 15:45
Stjórnvöld skortir stefnu í gjaldeyris- og peningamálum Svo virðist sem stefnumótun stjórnvalda í gjaldeyris- og peningamála skorti, eða hún sé ekki í takt við þarfir atvinnulífs og almennings, að sögn Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs og forstjóra Exista. 13.2.2008 15:01
Íbúðalánasjóður er ógn við jafnvægi í hagkerfinu Núverandi rekstrarfyrirkomulag Íbúðalánasjóðs er mein í íslensku hagkerfi og skortir mikið á að almenn umræða um hann sé byggð á traustum grunni. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, formanns Viðskiptaráðs, á Viðskiptaþingi í dag. 13.2.2008 14:39
Bandaríkjamenn bíða smásölutalna Reiknað er með að hlutabréf í Bandaríkjunum muni almennt hækka í dag eftir þeysireið víða um heim í gær. Inn í væntingarnar spila birting talna um veltu í smásöluverslun vestanhafs í síðasta mánuði. 13.2.2008 13:23
Nýmarkaðsríkin næm fyrir samdrætti Nýmarkaðsríki munu ekki verða ónæm fyrir efnahagssamdrætti stærri hagkerfa. Þetta sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hann hélt á Indlandi. Skýringing er sterk tenging nýmarksríkjanna við stærstu iðnríki heims. 13.2.2008 11:31
Ekstra Bladet biður Kaupþing afsökunar og borgar skaðabætur Danska blaðið Ekstra Bladet hefur beðið Kaupþing afsökunar vegna greinaskrifa um starfsemi bankans haustið 2006. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi. Ekstra Bladet mun einnig greiða umtalsverðar skaðabætur og bæta Kaupþingi hæfilegan lögfræðikostnað. 13.2.2008 10:59
Góð byrjun í Kauphöllinni Öll félög nema fimm hafa hækkað nú við opnun Kauphallarinnar í morgun. FL Group hefur hækkað mest eða um 3,59% en SPRON, Bakkavör Group og Exista fylgja í humátt á eftir. 13.2.2008 10:29
FL Group stökk upp í byrjun dags Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum. 13.2.2008 10:11
Sissnener hættur hjá Kaupþingi í Noregi Jan Petter Sissener, framkvæmdastjóri Kaupþings í Noregi og yfirmaður hlutabréfamiðlunar samstæðunnar, er hættur af persónulegum ástæðum. 13.2.2008 09:40
Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu. 13.2.2008 09:09
Dýr dropinn Bensín hækkaði um rúmar tvær krónur hjá stóru olíufélögunum í gær og er algengt sjálfsafgreiðsluverð nú tæpar 138 krónur fyrir lítrann og díselolíulítrinn fór upp í rúmar 147 krónur. 13.2.2008 08:19
Skilaboðaþjónn framtíðar kynntur „Talmálið er framtíðin,“ segir Eric Figueras, spænskættaður frumkvöðull, sem með þeim Birki Marteinssyni og Arnari Gestssyni hefur komið á fót upplýsingatækni- og farsímafyrirtækinu AmiVox. Þeir hafa þróað og eru með í prófunum búnað í farsíma sem þeir binda vonir við að geti orðið smáskilaboðaþjónusta framtíðarinnar. 13.2.2008 02:15
Hörð lending eða tilslökun vaxta Skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Seðlabanki Íslands tekur á fyrsta vaxtaákvörðunardegi ársins sem er á morgun. Greiningardeild Kaupþings lýsti nýverið þeirri skoðun að lækkuðu stýrivextir ekki hratt mætti hér gera ráð fyrir mjög harðri lendingu í efnahagslífinu og spáir umtalsverðri lækkun strax. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spá aftur á móti óbreyttum vöxtum. 13.2.2008 00:01
Bankahólfið: Tilviljun? Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. 13.2.2008 00:01
Þörf á þriðja sæstrengnum eftir fimm ár Nýr fjarskiptasæstrengur, Danice, verður tekinn í notkun um næstu áramót. Framkvæmdastjóri Farice telur að þörf verði á nýjum streng eftir fimm ár. Forstjóri Hibernia Atlantic segir engar tímasetningar uppi um lagningu strengs frá Írlandi. Ekki sé freistandi að fara í samkeppni við ríkið við svo búið. 13.2.2008 00:01
Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Fimm þúsund störf hafa horfið úr fiskvinnslunni undanfarin tíu ár. Konum í fiskvinnslu fækkar meira en körlum. Yfir tíu prósent fiskvinnslufólks hafa misst vinnuna á fiskveiðiárinu. 13.2.2008 00:01
Við núllið í Bandaríkjunum Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna. 12.2.2008 21:04
Saga Capital undirbýr nýtt mál gegn Dögg Gestur Jónsson, lögmaður Saga Capital, segir að niðurstaða Hæstaréttar í máli skjólstæðings síns gegn Dögg Pálsdóttur og fyrirtæki hennar og sonar hennar, In Solidium, í dag felist enginn dómur um gildi krafna Saga Capital á hendur In Solidium. 12.2.2008 19:18
FL Group fær 1,7 milljarð í arð frá Glitni FL Group, sem er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúm 30% hlut, fær 1,7 milljarð króna í arðgreiðslu fyrir árið 2007 ef tillaga stjórnar bankans um að greiða 5,506 milljarða króna í arð af hagnaði rekstrarársins 2007, sem nam 27,651 milljörðum króna eftir skatta. 12.2.2008 19:06
Marelforstjóri með 100 milljónir í laun og kaupréttargróða Hörður Arnarson, forstjóri Marels, fékk rétt um 100 milljónir frá Marel á síðasta ári í formi launa og ágóða af kaupréttarsamningum samkvæmt ársskýrslu fyrirtækisins sem send var til Kauphallarinnar fyrir skömmu. 12.2.2008 17:17
Hagnaður Marels 602 milljónir króna í fyrra Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra. 12.2.2008 17:16
Hefur ekki trú á stýrivaxtalækkun „Ég hef ekki trú á því að þeir geri það en þörfin er hinsvegar mikil,“ sagði Bjarni Benediktsson þingmaður aðspurður hvort hann héldi að Seðlabankinn myndi lækka stýrivexti á fimmtudaginn. Bjarni var gestur Sindra Sindrasonar í Lok Dags hér á Vísi fyrir stundu. 12.2.2008 17:11
Hæstiréttur hafnar kröfu Saga Capital á hendur Dögg og syni Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Saga Capital gegn Insolidum, fyrirtæki í eigu Daggar Pálsdóttur, lögfræðings og varaþingmanns, og sonar hennar, Ágústs Páls Ólafssonar. 12.2.2008 16:40
Eigið fé Kistu aukið þegar eignir rýrna Kista Fjárfestingafélag, sem er í helmingseigu SPRON, á ekki í vandræðum jafnvel þótt verðmæti eignarhluts félagsins í Exista sé komið rúmum fjórum milljörðum undir skuldir þess. Guðmundur Hauksson, stjórnarformaður félagsins, segir að eigið fé verði aukið eftir þörfum. 12.2.2008 16:37
Fyrsta hækkun í Kauphöllinni í hálfan mánuð Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð. 12.2.2008 16:29
Gengi evrunnar við hundraðkallinn Gengi evrunnar fór í morgun í fyrsta sinn yfir hundrað krónur. Þegar evran tók fyrst gildi 5. janúar árið 1999 var gengi hennar áttatíu og ein króna. 12.2.2008 12:40
Landsbankinn upp í morgun Landsbanki Íslands er það félag sem hefur hækkað hvað mest í morgun. Bankinn hefur hækkað um 0,36% síðan markaðir opnuðu í Kauphöllinni og stendur gengi bankans nú í 27,6. 12.2.2008 11:18
Exista fjarri því að vera tæknilega gjaldþrota Danska blaðið Börsen heldur því fram í grein í dag um íslenskt efnahagslíf að Exista sé nálægt því vera tæknilega gjaldþrota þar sem eigið fé félagsins hafi gufað upp að undanförnu. Sigurður Nordal, talsmaður Exista, segir það fjarstæðu að eigið fé félagsins sé "tæknilega uppurið". 12.2.2008 10:27
Álið fram úr sjávarafurðum Greiningardeild Kaupþings banka áætlar að útflutningsverðmæti áls aukist úr 80 milljörðum króna í fyrra upp í 135 milljarða króna á þessu ári og muni útflutningsverðmæti áls fara fram úr útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þessi mikla aukning vegur þungt í minnkandi viðskiptahalla við útlönd, að mati greiningardeildarinnar. 12.2.2008 08:20
Glitnir bregst við orðum Vilhjálms Vísi barst fyrir stundu yfirlýsing frá stjórn Glitnis banka vegna þeirra ummæla Vilhjálms Bjarnasonar í Silfri Egils í gær að hann ætlaði að höfða skaðabótamál á hendur Glitnis vegna starfslokasamnings sem bankinn gerði við Bjarna Ármannsson í fyrra. 11.2.2008 17:31
Exista lækkaði um 5,17% Íslenska úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,28% í dag. Exista lækkaði mest, eða um um 5,17%. Glitnir banki lækkaði um 4,20% og Landsbanki Íslands lækkaði um 3,68%. 11.2.2008 16:54
Exista niður um tæp 7% Gengi Exista hefur lækkað um 6,64% það sem af er degi í Kauphöllinni. Gengi bréfa í félaginu er nú 10,83 og hefur fallið um 45% frá áramótum. 11.2.2008 14:27
Skoðaði mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni í morgun „Við fórum í gegnum þetta niður í ráðuneyti í morgun og lögin um hlutafélög eru mjög skýr. Að svo komnu máli sýnist mér að það þurfi ekki að kalla á breytingar á þeim,“ segir Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra um mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni. 11.2.2008 12:23
Exista hefur lækkað mest í morgun Það er Exista sem hefur lækkað mest frá opnun markaðar í Kauphöllinni í morgun. Félagið hefur lækkað um 3,45% og stendur gengið nú í 11,20. FL Group hefur einnig lækkað um 2,23% og stendur í 9,22. 11.2.2008 10:48
Exista enn við 20 prósenta þröskuldinn í Sampo Finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista á stóran hlut í, tilkynnti í morgun að Exista hafi framlengt samkomulag um kaup á bréfum í Sampo sem gert var 9. ágúst 2007, fram til 11. ágúst næstkomandi. Með samningnum getur Exista bætt við hlut sinn og ráðið tuttugu prósentum í finnska tryggingafyrirtækinu. 11.2.2008 10:31
Neikvæð fjölmiðlaumfjöllun stoppar ekki Icesave Þrátt fyrir neikvæðar fréttir í garð Icesave, innlánareikning Landsbankans, í Bretlandi halda Bretar áfram að stofna reikninga. Í gær stofnuðu 1100 nýir einstaklingar reikninga í Icesave sem er þrefalt meira en dagsmeðaltal frá stofnun. 11.2.2008 10:23
Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. 11.2.2008 09:11
Landsbankastjóri hlynntur því að taka upp evruna Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náninni framtíð. Þetta kom fram hjá honum í spjalli við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál á Stöð 2 í kvöld. 10.2.2008 20:30