Viðskipti innlent

Landic kaupir fasteignasjóði FL Group

Landic Property hf. hefur fest kaup á hlut FL Group í alþjóðlegum

fasteignasjóðum. Sjóðirnir eru Prestbury, Lxb, Catalyst Capital, Terra Firma og WCC Europe.

Kaupverðið er 20,6 milljarðar króna og voru kaupin fjármögnuð með

víkjandi láni með breytirétti sem kemur til greiðslu eftir fimm ár.

Páll Benediktsson forstöðumaður upplýsingsviðs Landic segir að þessi kaup hafi verið lengi í pípunum eða frá því að FL Group eignaðist hlut í Landic á síðasta ári.

"Við vorum að gang formlega frá þessu núna," segir Páll og bætir við: "Það er ljóst að þessi kaup munu treysta og styrkja rekstur Landic verulega á fasteignamarkaðinum í Evrópu."

Sjóðir þeir sem fyrr eru greindir eru staðsettir í Evrópulöndum eins og t.d. Bretlandi og Þýskalandi, en jafnframt á Indlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×