Viðskipti innlent

Askar tapaði 2,1 milljarði króna á undirmálslánum

Tryggvi Þór Herbertsson er forstjóri Aska.
Tryggvi Þór Herbertsson er forstjóri Aska. MYND/Pjetur

Tap Askar Capital vegna fjárfestinga tengdum undirmálslánum námu 2,1 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikingi Askar sem birtur var í morgun.

Heildartap ársins nam 800 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur námu 600 milljónum króna og þóknanatekjur 1,6 milljarði. Heildareignir í árslok 34,3 milljarðar króna samanborið við 15 milljarða króna í ársbyrjun. Í árslok 2007 voru engar eignir bókfærðar í efnahagsreikningi sem tengjast húsnæðislánum í Bandaríkjunum.

„Á fyrsta starfsári okkar höfum við áorkað miklu og við lítum stolt um öxl. Hreinar vaxta- og þóknanatekjur námu 2,2 milljörðum króna og er það góður árangur á fyrsta rekstrarári," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar, í yfirliti um ársreikningin.

„Fasteignaráðgjöf bankans gekk mjög vel og jafnframt var mikill vöxtur í eignaleigustarfsemi hjá dótturfélaginu Avant. Við stofnun Askar Capital var mörkuð sú stefna að sinna fjárfestingum og eignastýringu í sérhæfðum eignum. Þar falla m.a. undir fasteigna- og framtaksverkefni, vogunarsjóðir, fjárfestingar á nýmörkuðum og skuldabréfavafningar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×