Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um eitt prósent á árinu.

Lækkanir í Kauphöllinni halda áfram en það sem af er degi hafa 13 félög lækkað en fimm hafa hækkað. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,87 prósent það sem af er degi og um heilt prósent á árinu. Hún stendur núna í 6.345,27 stigum og vísitalan ekki verið lægri í tæpt ár. Miklar sviptingar hafa verið á vísitölunni í ár en í júlí hafði hún hækkað um 55 prósent á árinu.

Það er færeyska fyrirtækið Atlantic Petroleum sem leiðir lækkanirnar það sem af er degi en gengi bréfa þess hefur fallið um 3,10 prósent. SPRON heldur áfram að lækka, nú um rúm þrjú prósent. Þá hefur gengið í Föroya Banka lækkað um 2,73 prósent og FL Group um 2,27 prósent. Icelandair Group lækkaði í morgun um 2,24 prósent og Landsbankinn um 1,76 prósent.

Alfesca hækkaði í morgun, um 1,18 prósent og Eik Banki fór upp um 0,96 prósent, svo eitthvað sé nefnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×