Viðskipti innlent

Hluthafar í Elisa á móti Björgólfi Thor

Björgólfur Thor Björgólfsson þarf að búa sig undir baráttu á aðafundi Elisa í janúar.
Björgólfur Thor Björgólfsson þarf að búa sig undir baráttu á aðafundi Elisa í janúar.

Finnska fréttastofan STT greinir frá því í dag að þrír finnskir lífeyrissjóðir muni berjast gegn tilraun Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, til að skipta finnska símafélaginu í tvennt.

Lífeyrissjóðirnir Eläke-Fennia, Ilmarinen og Varma munu væntanlega greiða atkvæði gegn tillögu Novators á aðalfundi félagsins í næsta mánuði vegna þess að þeir óttast að Björgólfur Thor og hans fólk muni ráða algjörlega yfir félaginu á kostnað annarra hluthafa.

Novator er stærsti hlutahafi Elisa með 11,5% en lífeyrissjóðirnir þrír eiga saman um 3,6% hlut. Novator tilkynnti í síðasta mánuði að félagið vildi reka alla stjórn Elisa og skipta því upp í tvö eignarhaldsfélög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×