Viðskipti innlent

Hluthafafundur FL Group samþykkir hækkun hlutafjár

Hluthafafundur FL Group samþykkti í morgun að veita stjórn félagsins heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 3.659.265.291 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á genginu 14,7.

Þetta er til að efna samning við Baug Group og tengd félög um kaup FL Group á hlutum í fasteignafélögum og -sjóðum. Í heild var síðan samþykkt að auka hlutafé um rúmlega 5,6 milljarða króna að nafnverði.

Eftirtaldir aðilar voru sjálfkjörnir aðalmenn í stjórn félagsins fram að næsta aðalfundi félagsins: Gunnar S. Sigurðsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Edwald, Pálmi Haraldsson, Þórður Már Jóhannesson og Þorsteinn M. Jónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×