Sjálfstæðismenn eru samstiga um útrás Svavar Hávarðsson skrifar 18. desember 2007 06:00 Höfuðstöðvar Landsvirkjun hefur stofnað dótturfyrirtæki sem mun sinna verkefnum á erlendri grund. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir það af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugmyndafræðilega klofinn varðandi útrás og áhættufjárfestingar orkufyrirtækja í almannaeigu. Hann segir stofnun nýs útrásararms Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power, og fyrirhugaða útrás Orkuveitu Reykjavíkur í gegnum Reykjavík Energy Invest ekki samanburðarhæf mál. Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu ríkisins, hefur stofnað dótturfyrirtækið Landsvirkjun Power. Um hlutafélag er að ræða sem mun taka þátt í útrásarverkefnum Landsvirkjunar í orkumálum. Starfsmenn verða á milli þrjátíu og fjörutíu í fyrstu og eigið fé félagsins verður átta milljarðar króna. Fyrirtækið mun taka til starfa um áramót. Fyrirtækinu verður kleift að taka þátt í samstarfsverkefnum í gegnum dótturfyrirtæki eins og Hydrocraft Invest, sem Landsvirkjun Power á til helminga á móti Landsbanka Íslands. Geir segir að með stofnun Landsvirkjunar Power sé ríkisfyrirtæki að búa til umgjörð um framkvæmdir innanlands og fjárfestingar í útlöndum. „Þetta er gert með að setja upp hlutafélag með takmarkaðri ábyrgð eins og eðlilegt er. Þetta er starfsemi sem Landsvirkjun hefur verið í um nokkurra ára skeið og ekkert nýtt í því. Landsvirkjun hefur frá upphafi verið í áhættusamri starfsemi því það að reisa virkjanir á Íslandi er fjarri því að vera áhættulaust. Það hefur verið góð samstaða á meðal sjálfstæðismanna í gegnum árin um að fyrirtækið stæði í slíkri starfsemi.“ Hvað deilur um REI varðar og vilja borgarfulltrúa flokksins um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI á sínum tíma, segir Geir að það sé að verulegu leyti frábrugðið mál. „Landsvirkjun stendur ein að stofnun þessa fyrirtækis. Það varð klúður í sambandi við REI þegar verið var að fá einkaaðila til samstarfs. Það misheppnaðist og fleiri atriði varðandi það mál eru ekki til staðar hvað varðar stofnun dótturfyrirtækis Landsvirkjunar nú.“ Aðspurður hvort landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins í vor, þar sem aðkoma einkafyrirtækja að útrás orkufyrirtækja var talin eðlileg, geti talist hin opinbera stefna Sjálfstæðisflokksins, svarar Geir játandi. Hann segir að innan Landsvirkjunar hafi byggst upp mikil reynsla og verðmæti sem eðlilegt sé að fyrirtækið nýti sér í þágu almennings. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir það af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé hugmyndafræðilega klofinn varðandi útrás og áhættufjárfestingar orkufyrirtækja í almannaeigu. Hann segir stofnun nýs útrásararms Landsvirkjunar, Landsvirkjun Power, og fyrirhugaða útrás Orkuveitu Reykjavíkur í gegnum Reykjavík Energy Invest ekki samanburðarhæf mál. Landsvirkjun, sem er sameignarfélag í eigu ríkisins, hefur stofnað dótturfyrirtækið Landsvirkjun Power. Um hlutafélag er að ræða sem mun taka þátt í útrásarverkefnum Landsvirkjunar í orkumálum. Starfsmenn verða á milli þrjátíu og fjörutíu í fyrstu og eigið fé félagsins verður átta milljarðar króna. Fyrirtækið mun taka til starfa um áramót. Fyrirtækinu verður kleift að taka þátt í samstarfsverkefnum í gegnum dótturfyrirtæki eins og Hydrocraft Invest, sem Landsvirkjun Power á til helminga á móti Landsbanka Íslands. Geir segir að með stofnun Landsvirkjunar Power sé ríkisfyrirtæki að búa til umgjörð um framkvæmdir innanlands og fjárfestingar í útlöndum. „Þetta er gert með að setja upp hlutafélag með takmarkaðri ábyrgð eins og eðlilegt er. Þetta er starfsemi sem Landsvirkjun hefur verið í um nokkurra ára skeið og ekkert nýtt í því. Landsvirkjun hefur frá upphafi verið í áhættusamri starfsemi því það að reisa virkjanir á Íslandi er fjarri því að vera áhættulaust. Það hefur verið góð samstaða á meðal sjálfstæðismanna í gegnum árin um að fyrirtækið stæði í slíkri starfsemi.“ Hvað deilur um REI varðar og vilja borgarfulltrúa flokksins um að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI á sínum tíma, segir Geir að það sé að verulegu leyti frábrugðið mál. „Landsvirkjun stendur ein að stofnun þessa fyrirtækis. Það varð klúður í sambandi við REI þegar verið var að fá einkaaðila til samstarfs. Það misheppnaðist og fleiri atriði varðandi það mál eru ekki til staðar hvað varðar stofnun dótturfyrirtækis Landsvirkjunar nú.“ Aðspurður hvort landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins í vor, þar sem aðkoma einkafyrirtækja að útrás orkufyrirtækja var talin eðlileg, geti talist hin opinbera stefna Sjálfstæðisflokksins, svarar Geir játandi. Hann segir að innan Landsvirkjunar hafi byggst upp mikil reynsla og verðmæti sem eðlilegt sé að fyrirtækið nýti sér í þágu almennings.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira