Viðskipti innlent

Icelandair lækkaði mest í vikunni

Gengi Icelandair lækkaði um 5,2% en tilkynnt var í vikunni að Jón Karl Ólafsson myndi hætta sem forstjóri 15. janúar næstkomandi.
Gengi Icelandair lækkaði um 5,2% en tilkynnt var í vikunni að Jón Karl Ólafsson myndi hætta sem forstjóri 15. janúar næstkomandi.

Icelandair Group lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í vikunni eða um 5,2%. Alls lækkaði markaðsvirði félagsins um rétt tæpan 1,5 milljarð. Landsbankinn hækkaði mest allra félaga eða um 3,2% og jókst markaðsvirði bankans um 13 milljarða.

Átta félög hækkuðu og átta lækkuðu. SPRON hækkaði um 2,9 og Kaupþing hækkaði um 2,2%. FL Group lækkaði um 3,3% og var gengi félagsins 15,1 í gærdag þegar markaði var lokað. Það er aðeins 0,4 frá genginu á nýafstaðinni hlutafjáraukningu. Glitnir lækkaði um 2,9%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×