Fleiri fréttir

Samfélagsleg ábyrgð eða hvað?

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila.

Emmessís gengur inn í Sól

Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið.

Gnúpur þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi

Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaupþingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent.

Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala

Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002.

Lántökur heimilanna aukast

Heildarskuldir íslenskra heimila hækkuðu um 11 milljarða króna í maí frá fyrri mánuði. Verðtryggð lán eru langstærsti hluti skulda heimilanna eða um 73%. Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum heimila var tæplega 11,6%, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Kaupþings.

Dregur úr vexti launa

Síðustu 7 mánuði hefur dregið úr vexti launa eftir mikinn vöxt frá árinu 2004. Greininardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að það hægi á vexti launa á árinu og að hann verði að meðaltali 8.1 % miðað við 9.5% árið 2006.

Føroya Banki hækkar á fyrsta degi

Lokagengi Føroya Banka hér heima í dag var 243 danskar krónur á hlut. Gengi bréfanna hækkaði um 28,6% frá útboðsgengi bankans sem var 189 krónur á hlut.

Nikkei ekki hærra í 7 ár

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent. Vísitalan hefur hækkað um sex prósent það sem af er árs, sem þykir ágætt. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent.

Útboð í Blackstone hefst í dag

Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun.

Eining-Iðja semur við Sparisjóð Norðlendinga

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti.

Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum. Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað úr 73 þúsund krónum í 239 þúsund krónur á síðustu tíu árum.

Hunter með fjórðung í Dobbies

Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni.

Bréf í Føroya Banka hækka um 25 prósent

Føroya Banki var skráður í Kauphöll Íslands og kauphöllina í Danmörku í morgun. Opnunargengi bréfa í bankanum stóð í 220 krónum á hlut. Gengið tók kipp stuttu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni og voru fyrstu viðskipti með bréf í félaginu upp á 240 krónur á hlut, sem er rúmum 25 prósentum yfir útboðsgengi bréfanna í síðustu viku.

Yahoo kaupir íþróttaveitu

Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp.

Mynd færist á Hf. Eimskipafélagið

Nærri tuttugu milljóna króna hagnaður, um tvö hundruð þúsund evrur, varð á rekstri Hf. Eimskipafélagsins á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins eftir skatta. Alls nam tap félagsins 450 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 33 milljónir evra, um 2,8 milljarðar króna.

Straumur til austurs

Straumur-Burðarás tilkynnti í gær um kaup á fimmtíu prósenta hlut í tékkneska fjárfestingarbankanum Wood & Company. Höfuðstöðvar bankans eru í Prag en hann hefur einnig starfsemi í Slóvakíu og Póllandi.

Sex þúsund Íslendingar kaupa í færeyskum banka

Um 6.200 íslenskir fjárfestar skráðu sig fyrir hlutabréfum í einkavæðingu Føroya Banka. Um 26-föld eftirspurn reyndist vera eftir hlutabréfum í bankanum en yfir fimmtán þúsund fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboðinu, þar af níu þúsund frá Færeyjum. Í boði voru 12,7 milljarðar króna en kaupendur óskuðu eftir 330 milljörðum.

Skeljungur sem skiptimynt

Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um væringar í forystu FL Group. Samkvæmt því sem best verður vitað er allt í sóma í forystu fyrirtækisins og samkomulag gott milli forstjóra og nýkjörins stjórnarformanns.

Nýr forstöðumaður samskiptasviðs hjá Alfesca

Hrefna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Samskiptasviðs Alfesca. Hrefna var að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík en hefur víðtæka reynslu af almannatengslum, kynningar- og markaðsmálum.

Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir tilboðið svar við mikilli samkeppni.

Gluggað í bækur Alcan

Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar.

Skipulagsbreyting hjá Promens

Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi.

Føroya Banki í Kauphöllina á morgun

Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið.

Eik banki skráður í Kauphöllina

Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári.

Sala hjá Sainsbury undir væntingum

Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta.

Hunter bætir á sig garðvörubréfum

Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana.

MySpace selt til Yahoo?

Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo.

Velta Eimskips ríflega tvöfaldast á mili ára

Hagnaður Eimskips eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2007 nam 0,2 milljónum evra eða 17 milljónum króna samanborið við tap upp á 34,6 milljónir evra eða tæpa þrjá milljarða á sama tímabili árið 2006.

Straumur-Burðarás kaupir helmingshlut í tékkneskum banka

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hefur keypt helmingshlut í Wood & Company, sem er leiðandi fjárfestingarbanki í Mið- og Austur-Evrópu. Félagið hefur jafnframt tryggt sér kauprétt að eftirstandandi hlutum í bankanum, eigi síðar enfyrri hluta árs 2011.Wood & Company hefur höfuðstöðvar í Prag í Tékklandi en er einnig með starfsemi í Slóvakíu og Póllandi.

Blockbuster velur Blu-ray

Bandaríska myndbandaleigukeðjan Blockbuster ætlar að einbeita sér að kaupum og útleigu á DVD-myndum á Blu-ray formi. Ákvörðunin þykir nokkuð áfall fyrir Toshiba og önnur fyrirtæki, sem hafa lagt allt sitt á að HD-DVD-staðallinn verði ráðandi í nýrri kynslóð háskerpumynddiska.

Íslendingar frekar áhættusæknir

Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja.

Kjalar endurfjármagnar í Kaupþingi

„Við erum að endurfjármagna okkar bréf í Kaupþingi hjá erlendum banka og þá þurftum við að vera með þau bréf í einu og sama félaginu,“ segir Hjörleifur Þór Jakobsson, forstjóri Kjalars, um ástæður þess að hollenska eignarhaldsfélagið Kjalar Invest BV færði 9,71 prósents hlut sinn í Kaupþingi yfir í nýtt óstofnað systurfélag í Hollandi. Í Kjalari Invest stendur þá eftir 35,8 prósenta hlutur í Alfescu.

Marel stígur fyrstu skrefin inn á Kínamarkað

Eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjum í heimi hefur fest kaup á hugbúnaði og vogum frá Marel. Áratug tók að landa samningnum, sem markar ný spor í sögu Marel. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson settist niður með þeim Pétri Guðjónssyni, framkvæmdastjóra

Fyrir frumkvöðla framtíðar

Í vetur kom út ný kennslubók í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, Tíra, sem er fyrir elstu bekki í grunnskóla og framhaldsskóla. Bókin er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands.

Hluthafar Giftar verða fleiri en eigendur bankanna

Hlutur Samvinnusjóðsins gæti orðið um tíu milljarðar. Ehf. Samvinnutryggingar hagnaðist um 13,8 milljarða í fyrra. Rætt hefur verið um að slíta Eignarhaldsfélaginu Andvöku g.f.

Sverja af sér samráð við keppinaut JJB

Exista og Chris Ronnie, sem stóðu að kaupum á 29 prósenta hlut í íþróttavöruverslanakeðjunni JJB Sports um þarsíðustu helgi, neita því alfarið að Mike Ashley sem fer fyrir Sports Direct, helsta keppinaut JJB, komi nálægt þessum kaupum.

Tímamótaskráning í Kauphöll Íslands

Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku. Um er að ræða tvíhliða skráningu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði væntingar um viðskipti með félagið og framtíðarmöguleika þess í Kauphöll Íslands.

Viðtökur Íslendinga langt framar vonum

Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu,“ segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum.

Actavis verðlaunað fyrir fjárfestatengsl

Actavis hefur hlotið verðlaun fyrir bestu fjárfestatengsl stórra fyrirtækja á Íslandi. Það var fagtímaritið IR Magazine sem veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ósló á dögunum. Actavis vann einnig til þessara sömu verðlauna árið 2004.

Airbus senuþjófur á flugvélasýningu

Frönsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus þykja hafa stolið senunni á fyrsta degi flugvélasýningarinnar í Le Bourget í Frakklandi á mánudag en fyrirtækið greindi þar frá nokkrum stórum samningum. Heildarverðmæti samninganna fram til þessa hljóðar upp á rúma 45 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna.

Ríkar konur

Það er svosem engin nýlunda að viðskiptablöð fjalli um milljónamæringa. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu í vikunni að hlutfall kvenna í röðum milljónamæringa muni aukast mjög á næstu árum og verði helmingur milljóneranna konur eftir 13 ár. Um árið 2025 eru svo líkur á að þær verði fleiri en karlar, sem er nokkur nýlunda. Upp frá því muni vegur kvenna vaxa enn frekar. Og blaðið færir ágæt rök fyrir máli sínu.

Gott mótvægi við fjármálafyrirtækin

Skráning Century Aluminum í Kauphöll Íslands er tímamótaskráning að mati Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands. Fordæmi þess að fá bandarískt félag inn á íslenska markaðinn megi nota til að laða önnur félög utan Evrópusambandsins að íslenska markaðnum. Það gildi þó fyrst og fremst ef allt gengur að óskum og viðskipti með félagið verði lífleg. Skráning Century hefur átt sér nokkurra mánaða aðdraganda.

Útlitið dekkra en áður talið

Útlitið í íslenskum efnahagsmálum er svartara nú en áður var talið. Endurskoðuð þjóðhagsspá gefur til kynna að hagvöxtur verði minni og verðbólga meiri en áður var spáð.

Sjá næstu 50 fréttir