Viðskipti innlent

Kjartan Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm

Kjartan Þór Þórðarson, nýr framkvæmdastjóri Sagafilm.
Kjartan Þór Þórðarson, nýr framkvæmdastjóri Sagafilm.

Kjartan Þór Þórðarson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Sagafilm ehf. Kjartan Þór tekur við af Kristjáni Grétarssyni sem gengt hefur starfinu frá 2005.

„Kjartan Þór hefur víðtæka reynslu á sviði kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingaframleiðslu," segir í tilkynningu. „Að undanförnu hefur hann verið einn af stjórnendum hjá dótturfélagi Sagafilm, breska kvikmyndagerðarfyrirtækinu 2AM films, sem starfrækt er í Bretlandi. 2AM films hefur sérhæft sig á sviði auglýsingagerðar en nýverið var stofnuð deild til framleiðslu á sjónvarpsefni og hefur sú deild nú þegar í þróun nokkur stór verkefni fyrir BBC."

Áður var Kjartan Þór meðal annars framkvæmdastjóri Storm ehf. sem sameinaðist Sagafilm árið 2005. Kjartan Þór hefur störf á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×