Viðskipti erlent

Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala

MYND/AFP

Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002.

Viðskipti hefjast með bréf í fjárfestingarsjóðnum í Kauphöllinni í New York á morgun. Mikil eftirspurn hefur verið eftir bréfum í sjóðnum um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×