Viðskipti erlent

Ríkar konur

Það er svosem engin nýlunda að viðskiptablöð fjalli um milljónamæringa. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu í vikunni að hlutfall kvenna í röðum milljónamæringa muni aukast mjög á næstu árum og verði helmingur milljóneranna konur eftir 13 ár. Um árið 2025 eru svo líkur á að þær verði fleiri en karlar, sem er nokkur nýlunda. Upp frá því muni vegur kvenna vaxa enn frekar. Og blaðið færir ágæt rök fyrir máli sínu.

Konum hafi fjölgað mikið í hópi ríkustu einstaklinga Bretlands síðustu ár og muni þeim aðeins fjölga. Níutíu og tvær konur vermdu síðasta lista Sunday Times yfir þúsund ríkustu einstaklinga Bretlands á þessu ári, sem er 28 konum fleiri en fyrir áratug. Þá vex auður kvenna hratt, að sögn tímaritsins. Ríkasta kona Bretlands nú á eignir fyrir 4,9 milljarða punda, jafnvirði rúmra 600 milljarða íslenskra króna. Það er tvöfalt meira ríkidæmi en fyrir áratug. Ástæðurnar fyrir vaxandi ríkidæmi kvenna eru að þær standa sig betur í námi en drengir, ganga lengri menntaveg nú en fyrir áratug og hafa auk þess hærri lífaldur en hitt kynið, sem skiptir talsverðu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×