Viðskipti innlent

Mynd færist á Hf. Eimskipafélagið

Nærri tuttugu milljóna króna hagnaður, um tvö hundruð þúsund evrur, varð á rekstri Hf. Eimskipafélagsins á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins eftir skatta. Alls nam tap félagsins 450 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 33 milljónir evra, um 2,8 milljarðar króna.

Velta félagsins á fjórðungnum var 33 milljarðar króna og ríflega tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þó er varla hægt að bera reksturinn saman milli ára er erfiður þar sem félagið hefur tekið algjörum stakkaskiptum.

Baldur Guðnason, forstjóri félagsins, segir að afkoma annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings hafi verið í takt við væntingar. Velta var um 800 milljónir evra sem var umfram áætla veltu 2007 og þá var „EBITDA" helmingur af settu marki fyrir rekstrarárið.

Hf. Eimskipafélagið hefur blásið út á síðustu mánuðum í kjölfar mikils ytri vaxtar. Skuldsetning félagsins hefur þar með aukist talsvert en áætlanir eru uppi að lækka hana með eignasölu, til dæmis hluta af fasteignum Atlas Cold Storage í Kanada. Aukinn fjármagnskostnaður skýrist einkum af yfirtökunni á Atlas. Eigið fé Eimskipafélagsins nam 535 milljónum evra, um 44,7 milljörðum króna, í apríllok og var eiginfjárhlutfall 29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×