Viðskipti innlent

Straumur-Burðarás kaupir helmingshlut í tékkneskum banka

William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður fjárfestingarbankans.
William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður fjárfestingarbankans. MYND/Anton Brink
Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hefur keypt helmingshlut í Wood & Company, sem er leiðandi fjárfestingarbanki í Mið- og Austur-Evrópu. Félagið hefur jafnframt tryggt sér kauprétt að eftirstandandi hlutum í bankanum, eigi síðar en fyrri hluta árs 2011. Wood & Company hefur höfuðstöðvar í Prag í Tékklandi en er einnig með starfsemi í Slóvakíu og Póllandi.

Fram kemur í tilkynningu frá Straumi til Kauphallarinnar að kaupin endurspegli ásetning bankans að byggja upp öflugri starfsemi á alþjóðavettvangi og að auka hlutfall þóknunartekna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins á Íslandi og Seðlabanka Tékklands. Kaupverðið er trúnaðarmál.

 

Wood & Company hefur mesta markaðshlutdeild aðila kauphallarinnar í Prag og er jafnframt aðili að kauphöllunum í Búdapest, Varsjá, Búkarest og Ljúblíana, sem og að kauphöllum Austurríkis og Þýskalands. Fyrirtækið hefur átta sinnum fengið viðurkenningu Euromoney fyrir framúrskarandi starfsemi, meðal annars sem besti samstarfsaðilinn í Tékklandi, besta hlutabréfamiðlunin og besta innlendaverðbréfamiðlunin í Tékklandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×