Viðskipti innlent

Dregur úr vexti launa

MYND/365

Síðustu 7 mánuði hefur dregið úr vexti launa eftir mikinn vöxt frá árinu 2004. Greininardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að það hægi á vexti launa á árinu og að hann verði að meðaltali 8.1 % miðað við 9.5% árið 2006.

Kaupmáttur launa hefur verið á öruggri siglingu upp á við síðan matarskattslækkun stjórnvalda kom til framkvæmda. Þróunin er í samræmi við spá Greiningardeildar Kaupþings sem gerir ráð fyrir 3,8% aukningu á kaupmætti tekna á árinu 2007.

Nú mælist tólf mánaða verðbólga 2% hærri en ella ef horft er framhjá áhrifum matarskattslækkana. Því má ætla að aukning kaupmáttar milli ára hefði verið lakari um 2% án matarskattslækkunarinnar. Við þetta má bæta að tekjuskattslækkun um 1% og hækkun persónuafsláttar um áramótin höfðu einnig áhrif til aukningar kaupmáttar.

Athyglisvert er að kaupmáttur eykst á sama tíma og launavísitala stendur í stað eða minnkar og hagvöxtur er á niðurleið. Af þessu má ætla að drifkraftur kaupmáttaraukningarinnar liggi fyrst og fremst í lækkun matarskatts, að því er kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×