Fleiri fréttir

Ekki er allt gull sem glóir

Áhugi Íslendinga fyrir fasteignaviðskiptum erlendis hefur stóraukist á undanförnum árum. Þau Brynhildur Sverrisdóttir og Páll Pálsson eru meðal þeirra Íslendinga sem hafa lagt fyrir sig fjárfestingar erlendis en þau standa að Fjárfestingarféalginu Epinal Corp auk þriggja annarra einstaklinga.

Rugga ekki bátnum

Mikið hefur verið rætt um hverjir hafi farið með völdin yfir digrum sjóðum Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Félaginu var stýrt af fimm manna stjórn sem sat í umboði 24 manna fulltrúaráðs sem virðist hafa skipað sig sjálft.

Framtíðin flöktandi

Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, var eitt sinn inntur eftir því af fréttamanni hvernig hann sæi fyrir sér þróun hlutabréfamarkaða í framtíðinni. „Þeir munu flökta“ var einfalt svar Greenspans. Skemmst er frá því að segja að hann hefur reynst sannspár.

Virkir eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum

Sérstakar reglur gilda um eignarhald á fjármálafyrirtækjum samkvæmt þeim lögum sem um starfsemi þessara fyrirtækja gilda. Þeir sem hafa hug á að fara með svokallaðan virkan eignarhlut í slíkum fyrirtækjum, skulu sækja fyrirfram um heimild til Fjármálaeftirlitsins.

Endurkoma víkinganna

Ítarleg umfjöllun var um Kaupþing í bresku blöðunum Finanacial Times og Sunday Times um helgina undir yfirskriftinni Nýja víkingainnrásin. Bankinn hefur staðið í eldlínu stórra viðskipta í Bretlandi upp á síðkastið og stefnir nú allt í að bankinn ætli að standa í vegi fyrir því að breski stórmarkaðurinn Tesco ryðji sér leið inn í garðvörugeirann.

Ekkert lát á aðflutningi vinnuafls

Ekkert lát er á aðflutningi erlends vinnuafls hingað til lands samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Fjöldi veittra atvinnuleyfa jókst verulega í maí eða um 54 % á milli ára sem bendir til þess að aukinni eftirspurn eftir vinnuafli sé svarað með aðflutningi vinnuafls frá öðrum löndum.

Marel kaupir sölu og dreifingardeild Maritech í Noregi

Marel tilkynnti í dag um kaup dótturfyrirtækis síns á sölu-og dreifingardeild Maritech í Noregi. Maritech, sem nú er í eigu norska félagsins AKVA Group hefur verið helsti sölu- og dreifingaraðili fyrir Marel í Noregi síðastliðin 20 ár og hefur átt töluverðan þátt í sterkri stöðu félagsins þar.

Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum

1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár.

Yfirtökutilboð í Stork

Evrópska fjárfestingafélagið Candover hefur gert yfirtökutilboð í hollensku samstæðuna Stork NV upp á tæpar 47 evrur á hlut en boðið hljóðar upp á 1,47 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 123 milljarða íslenskra króna. Hollenska félagið LME Holding, sem Marel á 20 prósenta hlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, flaggaði 11 prósenta hlut í Stork í síðustu viku.

Áhugaverðir fjárfestingakostir í Svíþjóð

Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað nokkuð hratt gagnvart þeirri íslensku undanfarnar vikur. Er það bæði vegna gengishækkunar íslensku krónunnar og vegna þess að sænska krónan hefur gefið nokkuð eftir gagnvart ýmsum helstu gjaldmiðlum.

Beðið eftir Boeing

Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag.

Forstjóraskipti hjá Yahoo

Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins.

Bakkavör á grænni grein

Meiri líkur eru á að vörur frá Bakkavör séu í matarkörfu venjulegs Breta heldur en brauð og mjólk, segir Ágúst Guðmundsson forstjóri.

Olíufundur við strendur Ghana

Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir.

Metvelta á fasteignamarkaði

Greiningardeild Landsbankans segir fasteignaviðskipti hafa verið með líflegasta móti undanfarnar vikur. Hafi velta aldrei verið meiri og gildi þá einu hvort litið er til meðaltals síðustu 12 vikna eða sex mánaða.

Ein ný skilaboð

Helmingur Breta getur ekki lifað af án tölvupósts og er aldurshópurinn 25 - 44 ára háðari póstinum en unglingar. Þetta kemur fram í könnun sem ICM markaðsrannsóknafélagið kynnti í dag.

Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur

Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna.

Betri rafhlaða en búist var við

Talsmenn Apple tilkynntu í dag að rafhlaðan í iPhone símanum væri betri en reiknað var með. Hægt verður að tala í átta tíma eða vafra um internetið í sex tíma.

Marel sækir inn á Kínamarkað

Marel hefur selt kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes öflugt upplýsingakerfi sem verður notað í nýrri risaverksmiðju í Quingdao-héraði í Kína. Fyrirtækið mun í kjölfarið opna skrifstofu í Kína og leggja aukna áherslu á innreið í Kína.

Orðrómur um yfirtöku á Alcoa

Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann.

Glitnir les í orð forsætisráðherra

Greiningardeild Glitnis spáir því að millileiðin verði farin þegar kemur að því að taka ákvörðun um kvótaúthlutun fyrir næsta fiskveiðiár. Þeir spá þessu eftir að hafa hlustað á þjóðhátíðardagsræðu Geirs H. Haarde í gær. Sú leið gæti minnkað útflutningstekjur um 10 milljarða króna.

Kaupþing setur stefnuna á Indland

Kaupþing hefur hafið innreið sína á indverskan fjármálamarkað. Bankinn hefur undirritað samning um kaup á 20 prósenta hlut í indverska fjármálafyrirtækinu FiNoble Advisors Private Ltd. Auk þess hefur bankinn rétt til að kaupa eftirstandandi 80 prósenta hlut í félaginu eftir 5 ár.

Vefurinn að fyllast

Nú gerast raddir háværari sem segja að veraldarvefur sé óðum að fyllast. Allt frá því að vefurinn varð að veruleika hafa menn velt því fyrir sér hversu miklu og lengi hann getur tekið við.

Verðmætalisti Sþ í smíðum

Nefnd innan Sameinuðu þjóðanna vinnur að smíði lista með 37 af helstu menningar-, og náttúruarfleifðum heims. Lokaval nefndarinnar verður opinbert á fundi í næstu viku. Með þessu framtaki sínu hyggjast Sameinuðu þjóðirnar tryggja til frambúðar vernd og virðingu fyrir verðmætum heimsins.

Sony biðst afsökunnar

Tölvuleikjaframleiðandinn Sony hefur beðist afsökunar á heldur umdeildri notkun sinni á útliti dómkirkjunnar í Manchesterborg. Í skotleiknum Resistance: Fall of Man er dómkirkjan vettvangur hvínandi byssubardaga og blóðsúthellinga. Það þótti kirkjunnar mönnum óviðunnandi.

Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn

Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum.

Nefndin aðhefst ekkert í 365

Yfirtökunefnd hyggst ekkert aðhafast vegna viðskipta Baugs Group á hlutabréfum í 365 hf., útgáfufélagi Fréttablaðsins. „Ég á ekki von á því að við teljum að það þurfi að athuga þetta sérstaklega miðað við þær upplýsingar sem við fengum fyrir og um það leyti sem kaupin voru gerð,“ segir Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar.

Rothschild látinn

Guy de Rothschild, höfuð samnefnds fjármálaveldis, lést á þriðjudag, rúmlega 98 ára að aldri.

Kaupa Intersport

Allir hluthafar Intersport A/S í Danmörku hafa samþykkt yfirtökutilboð fjárfestingafélagsins Arevs og Straums-Burðaráss í keðjuna. Þá hafa 96 prósent hluthafa verslana Intersport samþykkt tilboðið. Áreiðanleikakönnun fer nú fram en allt bendir til þess að af kaupunum verði.

Virkja í Bosníu-Hersegóvínu

Íslenska orkufyrirtækið Iceland Energy Group og Serbneska lýðveldið hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu þriggja vatnsaflsvirkjana á svæðinu. Serbneska lýðveldið er önnur tveggja stjórnunareininga Bosníu-Hersegóvínu. Forsætisráðherra Serbneska lýðveldisins var staddur hér á landi í gær af þessu tilefni.

Velta jókst aukast á fasteignamarkaði

Velta og umsvif á fasteignamarkaði jukust nokkuð á höfuðborgarsvæðinu á milli vikna en í vikunni voru 252 kaupsamningar þinglýstir samanborið við 190 samninga í vikunni á undan. Þá nam heildarveltan 6.897 milljónum króna en hún nam 5.165 milljónum í vikunni á undan, samkvæmt útbirtum tölum Fasteignamats ríkisins.

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar lokagildi hennar stóð í 8.179 stigum, sem er einu stigi hærra en hæsta lokagildi hennar 29. maí síðastliðinn. Vísitalan hækkaði lítillega í dag, eða um 0,14 prósentustig.

Straumur selur í Betson

Straumur-Burðarás ætlar að selja hlut sinn í sænska leikja- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson. Hluturinn er nú þegar í sölumeðferð hjá Carnegie og SEB Enskilda bank í Svíþjóð en markaðsvirði hans nemur 4,4 milljörðum króna.

Eitraðar tannkremseftirlíkingar í umferð

Forsvarsmenn framleiðanda Colgate tannkremsins hafa varað við eftirlíkingum af kremi sínu. Segja þeir að vörur þessar séu heilsuspillindi. Nánar tiltekið eiga kremin að innihalda hættulegt lífefni að nafni diethylene glycol.

Berlínarborg selur í banka

Borgaryfirvöld í Berlín ætla að selja 81 prósents hlut sinn í þýska bankanum Landesbank Berlin til þýska bankans DSGV. Verðmæti hlutarins nemur um 5,35 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 453 milljörðum íslenskra króna. DSGV ætlar í kjölfarið að kaupa allt útistandandi hlutafé bankans.

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Japanski seðlabankinn ákvað á vaxtaákvörðunarfundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Toshihiko Fukui, seðlabankastjóri, sagðist reikna með hóflegum hagvexti á árinu en gaf ekki í skyn hvort vextirnir verði hækkaðir frekar á árinu.

Ebay slítur viðskiptum við Google

Stjórnendur bandaríska uppboðsvefjarins Ebay hafa ákveðið að hætta að auglýsa þjónustu sína á leitarvél Google. Ástæðan er óánægja með ákvörðun Google að fagna nýju netgreiðslukerfi fyrirtækisins á sama tíma og Ebay hélt árlega viðskiptaráðstefnu sína þar sem Google.

Tekjuafgangur ríkissjóðs jókst um 4,6 milljarða

Heildartekjur ríkissjóðs námu 109,3 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við 16,6 milljarða í fyrra. Heildarútgjöld námu 92,5 milljörðum króna og er tekjujöfnuður því 16,8 milljarðar króna. Þetta er 4,6 milljörðum betri afkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury

Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands.

Sátt næst í máli Decode og CHP

Allir málsaðilar hafa náð sátt og dregið kröfur sínar til baka í dómsmáli, sem Íslensk erfðagreining höfðaði gegn bandaríska sjúkrahúsinu Childrens Hospital of Philadelphia og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, sem hófu störf þar.

Ágæt viðskipti með Century

Viðskipti með bréf Century Aluminum á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North markaðnum í gær námu fjörutíu milljónum. Century er fyrsta bandaríska félagið sem er skráð á íslenskan hlutabréfamarkað.

Grátkórinn

Vaxtaumræðan tekur oft á sig furðulegustu myndir. DV lét Kristján Gunnarsson, formann Starfsgreinasambandins, mala um okurvexti bankanna og lágt viðskiptasiðferði þar sem viðskiptabankarnir nauðbeygi fólk til að taka yfirdráttarlán. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru allir sem þurfa að greiða háa vexti í þessu landi hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtækin stór og smá.

Sjá næstu 50 fréttir