Dagur fyrir Ítalíu 23. maí 2007 05:15 ítalski sendiherrann Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, sat fundinn. Við hlið hennar er Pétur Björnsson, ræðismaður Ítalíu á Íslandi. MYND/Anton Viðskipti og samskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Íslensk-ítalska viðskiptaráðið hefur það að markmiði að efla og styrkja viðskiptatengsl milli Ítalíu og Íslands. Er hlutverk þess meðal annars að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna, skipuleggja heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins og aðstoða við að koma á tengslum milli fyrirtækja. Þessu til viðbótar stendur ráðið reglulega fyrir fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum milli landanna. Einn slíkur var haldinn í síðustu viku þegar ítalska viðskiptadeginum var fagnað á fjórtándu hæð í Húsi verslunarinnar.Ítalir vita lítið um ÍslandThor Vilhjálmsson ávarpar fundargesti Í lok fundarins ávarpaði Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsins á Íslandi, fundargesti. Guðjón Rúnarsson, fundarstjóri og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, hlustar á. Markaðurinn/AntonÁ fundinum fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um markaðssetningu Íslands fyrir Ítali. Hún sagði ítalska ferðamenn hérlendum ferðamannabransa afar verðmæta. Á síðasta ári hefðu níu þúsund ítalskir ferðamenn komið til landsins. Upp til hópa keyptu þeir dýrari pakkaferðir en aðrar Evrópuþjóðir, auk þess sem þeir spöruðu iðulega lítið við sig á meðan á dvölinni stæði.Guðrún segir marga Ítali vita lítið um Ísland. Sökum þessa skorts sé grunnmarkaðsvinna nauðsynleg á Ítalíu. Sú vinna hefur farið fram í samstarfi við aðrar íslenskar ferðaskrifstofur, Icelandair og aðra hagsmunaaðila. Þá kemur Ferðamálastofa einnig að markaðsstarfi í landinu þótt hún reki ekki skrifstofu þar. Það sagði Guðrún afar mikilvægt að yrði í framtíðinni, til að Ísland gæti verið samkeppnishæft við hin Norðurlöndin, sem öll reka ferðamálastofur á Ítalíu. Þá kallaði hún eftir aukinni samvinnu milli íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Ítalíu því mikil þörf væri á að kynna Ísland frekar á Ítalíu.Á Ítalíu eru starfrækt fjölmörg svæðisbundin markaðs- og sölusamtök smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem er meira um þar í landi en víðast hvar annars staðar. Samtök af þessu tagi eru vettvangur fyrir framleiðendur á sama atvinnusvæði. Þau gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir lítil fyrirtæki sem oft hafa litla sem enga burði hafa til að koma sér á framfæri sjálf. Roberto Santini, talsmaður viðskiptaráðs Grosseto í suðvesturhluta Toscana-héraðs á Ítalíu, fjallaði á fundinum um mikilvægi slíkra samtaka. Þá sagði hann frá nýlegum samningi sem markaðs- og sölusamtök Grosseto hafa gert við Hagkaup um sölu á vörum héraðsins undir vörumerkinu Ítalía. Samtök af þessu tagi hafa gert það að verkum að smáfyrirtæki í ítölskum sveitum hafa landað stórsamningum við alþjóðlegar keðjur, sem hefði verið nánast ómögulegt án samtakanna.Margt ólíkt með þjóðunumEygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, fjallaði á fundinum um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Hún sagði margt ólíkt í hegðun og gildum Íslendinga og Ítala, sem kæmi meðal annars fram í hvernig þeir rækju fyrirtæki. Sagði hún Íslendinga geta lært ýmislegt af Ítölum, meðal annars þegar kæmi að því að vernda þjóðarhefðir sínar. Taldi hún að aukin samskipti milli landanna myndu hagnast báðum löndum vel, svo lengi sem Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig að læra ítölsku. Annað dygði ekki til ætlaði fólk að hasla sér völl í landinu.Mario De Paoli, forstöðumaður hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, sem sér um byggingu Kárahnjúkastíflu, fjallaði um starf fyrirtækisins hér á landi. Lýsti hann meðal annars þeim áskorunum sem fylgdu því að koma upp 1.500 manna alþjóðlegu þorpi með allri þjónustu á þessu afskekkta svæði. Þá sagði Mario skrif íslenskra fjölmiðla um Impregilo oft á tíðum óvægin og jafnvel ósönn. Það hefði gert það að verkum að fyrirtækið færi varlega í samskiptum sínum við fjölmiðla.Þær Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, ávörpuðu einnig fundinn. Hvatti sendiherrann meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að Ítalíu. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Viðskipti og samskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Íslensk-ítalska viðskiptaráðið hefur það að markmiði að efla og styrkja viðskiptatengsl milli Ítalíu og Íslands. Er hlutverk þess meðal annars að vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga sinna, skipuleggja heimsóknir aðila úr viðskiptalífi annars ríkisins til hins og aðstoða við að koma á tengslum milli fyrirtækja. Þessu til viðbótar stendur ráðið reglulega fyrir fundum og ráðstefnum um málefni er tengjast viðskiptum milli landanna. Einn slíkur var haldinn í síðustu viku þegar ítalska viðskiptadeginum var fagnað á fjórtándu hæð í Húsi verslunarinnar.Ítalir vita lítið um ÍslandThor Vilhjálmsson ávarpar fundargesti Í lok fundarins ávarpaði Thor Vilhjálmsson, rithöfundur og forseti Dante-félagsins á Íslandi, fundargesti. Guðjón Rúnarsson, fundarstjóri og formaður Ítalsk-íslenska viðskiptaráðsins, hlustar á. Markaðurinn/AntonÁ fundinum fjallaði Guðrún Sigurðardóttir hjá Islandtours Lecco um markaðssetningu Íslands fyrir Ítali. Hún sagði ítalska ferðamenn hérlendum ferðamannabransa afar verðmæta. Á síðasta ári hefðu níu þúsund ítalskir ferðamenn komið til landsins. Upp til hópa keyptu þeir dýrari pakkaferðir en aðrar Evrópuþjóðir, auk þess sem þeir spöruðu iðulega lítið við sig á meðan á dvölinni stæði.Guðrún segir marga Ítali vita lítið um Ísland. Sökum þessa skorts sé grunnmarkaðsvinna nauðsynleg á Ítalíu. Sú vinna hefur farið fram í samstarfi við aðrar íslenskar ferðaskrifstofur, Icelandair og aðra hagsmunaaðila. Þá kemur Ferðamálastofa einnig að markaðsstarfi í landinu þótt hún reki ekki skrifstofu þar. Það sagði Guðrún afar mikilvægt að yrði í framtíðinni, til að Ísland gæti verið samkeppnishæft við hin Norðurlöndin, sem öll reka ferðamálastofur á Ítalíu. Þá kallaði hún eftir aukinni samvinnu milli íslenskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Ítalíu því mikil þörf væri á að kynna Ísland frekar á Ítalíu.Á Ítalíu eru starfrækt fjölmörg svæðisbundin markaðs- og sölusamtök smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem er meira um þar í landi en víðast hvar annars staðar. Samtök af þessu tagi eru vettvangur fyrir framleiðendur á sama atvinnusvæði. Þau gegna gríðarmikilvægu hlutverki fyrir lítil fyrirtæki sem oft hafa litla sem enga burði hafa til að koma sér á framfæri sjálf. Roberto Santini, talsmaður viðskiptaráðs Grosseto í suðvesturhluta Toscana-héraðs á Ítalíu, fjallaði á fundinum um mikilvægi slíkra samtaka. Þá sagði hann frá nýlegum samningi sem markaðs- og sölusamtök Grosseto hafa gert við Hagkaup um sölu á vörum héraðsins undir vörumerkinu Ítalía. Samtök af þessu tagi hafa gert það að verkum að smáfyrirtæki í ítölskum sveitum hafa landað stórsamningum við alþjóðlegar keðjur, sem hefði verið nánast ómögulegt án samtakanna.Margt ólíkt með þjóðunumEygló Ólafsdóttir, útflutningsstjóri hjá ítalska matvælaframleiðandanum Saclà, fjallaði á fundinum um líkindin og ólíkindin með Íslendingum og Ítölum. Hún sagði margt ólíkt í hegðun og gildum Íslendinga og Ítala, sem kæmi meðal annars fram í hvernig þeir rækju fyrirtæki. Sagði hún Íslendinga geta lært ýmislegt af Ítölum, meðal annars þegar kæmi að því að vernda þjóðarhefðir sínar. Taldi hún að aukin samskipti milli landanna myndu hagnast báðum löndum vel, svo lengi sem Íslendingar væru tilbúnir að leggja á sig að læra ítölsku. Annað dygði ekki til ætlaði fólk að hasla sér völl í landinu.Mario De Paoli, forstöðumaður hjá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, sem sér um byggingu Kárahnjúkastíflu, fjallaði um starf fyrirtækisins hér á landi. Lýsti hann meðal annars þeim áskorunum sem fylgdu því að koma upp 1.500 manna alþjóðlegu þorpi með allri þjónustu á þessu afskekkta svæði. Þá sagði Mario skrif íslenskra fjölmiðla um Impregilo oft á tíðum óvægin og jafnvel ósönn. Það hefði gert það að verkum að fyrirtækið færi varlega í samskiptum sínum við fjölmiðla.Þær Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Rosa Anna Coniglio Papalia, sendiherra Ítalíu á Íslandi, ávörpuðu einnig fundinn. Hvatti sendiherrann meðal annars íslenska fjárfesta til að beina sjónum sínum frekar að Ítalíu.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira