Viðskipti innlent

Moody´s staðfestir lánshæfismat Glitnis og Landsbankans

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's hefur staðfest bæði lánshæfismat Landsbankans og Glitnis eftir nýjustu yfirtökur bankanna.

Lansbankinn keypti nýverið breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell og eru lánshæfismatseinkunnir bankans til langs tíma Aa3, skammtíma P-1 og fjárhagslegur styrkleiki C. Þá eru horfur stöðugar.

Yfirtaka Glitnis á finnska félaginu FIM og áformuð yfirtaka á Tamm og Partners Fondkommision í Svíþjóð breyta sömuleiðis engu um lánshæfismat bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×