Viðskipti innlent

Fjórir eiga yfir 100 milljarða

Björgólfur Thor Björgólfsson Á 200 milljörðum meira en næstríkasti Íslendingurinn.
Björgólfur Thor Björgólfsson Á 200 milljörðum meira en næstríkasti Íslendingurinn.

Sirkus, fylgirit Fréttablaðsins, birtir á föstudaginn næstu úttekt á 25 ríkustu Íslendingunum í átta síðna aukablaði. Þar kemur fram að fjórir einstaklingar eiga meira en 100 milljarða í hreinni eign og að fimm konur eiga meira en 20 milljarða króna.

Björgólfur Thor Björgólfsson er sem fyrr langríkasti maður landsins en hann á tvö hundruð milljörðum meira en sá sem næstur honum kemur.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að bókin Íslenskir milljarðamæringar eftir Pálma Jónasson kom út árið 2001. Þá áttu fimmtíu Íslendingar yfir einn milljarð. Nú, sex árum seinna, eiga 25 Íslendingar yfir tuttugu milljarða þegar búið er að draga frá skuldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×