Viðskipti innlent

Ógildir samruna Frumherja og Aðalskoðunar

MYND/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna bílaskoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar á þeim grundvelli að samruninn hindri virka samkeppni á markaðnum. Frumherji keypti í janúar allt hlutafé Aðalskoðunar og tók Samkeppniseftirlitið samrunann til skoðunar.

Bent er á í úrskurði eftirlitsins að félögin séu þau einu sem starfa á markaði fyrir skoðun skráningarskyldra ökutækja og markaðnum fyrir skoðun á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi. Sameiginlega séu fyrirtækin því í einokunarstöðu á umræddum mörkuðum.

Því var það mat Samkeppniseftirlitsins að samruni félaganna hindraði virka samkeppni á þessum mörkuðum og ynni þannig gegn markmiði samkeppnislaga. Var samruninni því ógildur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×