Stefna að yfirtöku á finnskum banka 22. maí 2007 09:20 Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur keypt 62 prósent í finnska bankanum eQ Corporation, sem sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Gert verður yfirtökutilboð í allt hlutafé og kauprétti í bankann. Samanlagt kaupvirði er 260 milljónir evra, jafnvirði 22.072 milljóna íslenskra króna. Stjórn eQ mælir með því að hluthafar og rétthafar samþykki yfirtökutilboðið.Tilboðsverðið verður 7,60 evrur á hlut og 5,40 evrur fyrir hvern kauprétt en greitt verður með reiðufé.Straumur-Burðarás hefur fengið samþykki íslenska Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskiptunum og eru kaupin og yfirtökutilboðið óháð skilyrðum. Yfirtökutilboðið verður gert snemma í júní og verður samþykktartímabilið þrjár vikur, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Í tilkynningunni segir ennfremur að með kaupunum verði Straumi kleift að bæta eignastýringu við þjónustuframboð bankans, útvíkka starfssvæði hans, margfalda fjölda viðskiptavina, stækka efnahagsreikning bankans í 6,2 milljarða evra, jafnvirði 526 milljarða íslenskra króna, sem og að auka þóknanatekjur og hreinar vaxtatekjur úr 43 prósentum í 50 prósent af hreinum rekstrartekjum. Haft er eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni Straums-Burðaráss, að bankinn hafi það að markmiði að verða einn af leiðandi fjárfestingabönkum á Norðurlöndum. Kaupin á eQ séu mikilvægur áfangi í uppbyggingu bankans á því svæði því þau eru grundvöllur þess að við getum boðið fram þjónustu okkar í Finnlandi. „Ég hef þá trú að það sé rúm fyrir framsækinn og samkeppnishæfan fjárfestingabanka á finnskum fjármálamarkaði," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira