TopShop hagnast á Kate Moss 23. maí 2007 04:00 Sala hefur gengið vonum framar á nýjustu fatalínu Kate Moss fyrir verslanakeðjuna TopShop. Moss, sem hér er með unnusta sínum, vandræðagemlingnum Pete Doherty, hefur löngum verið þekkt fyrir góðan en frjálslegan klæðaburð. Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. Veltan í fyrstu vikunni sem fatalínan var í sölu í verslunum TopShop í Lundúnum, í enda apríl, nam þremur milljónum punda, jafnvirði tæpra 375 milljóna íslenskra króna. Þetta er langt umfram væntingar, að því er stjórnendur hjá TopShop sögðu í samtali við breska dagblaðið Telegraph á föstudag þegar fyrstu sölutölur lágu fyrir. Þetta mun vera jafnmikið og ofurfyrirsætan fékk greitt frá TopShop til að hanna fatalínuna. Gert er ráð fyrir að enn meiri tekjur eigi eftir að koma í kassann því fatalínan sló í gegn í New York þegar sala á henni hófst þar í borg fyrir hálfum mánuði. Þá munu föt undir merkjum Moss seljast vel hjá TopShop í Stokkhólmi auk þess sem sala á þeim hófst hjá TopShop í Smáralind á föstudag. Og von er á enn meiri glaðningi úr faðmi Kate Moss því hún hefur samið við TopShop um að gera fjórar fatalínur til viðbótar á næstu á tveimur árum. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjasta fatalínan sem TopShop býður upp á hefur slegið í gegn og selst sums staðar upp. Gert er ráð fyrir að salan eigi enn eftir að færast í aukana. Hönnuður fatalínunnar er, eins og þekkt er orðið, engin önnur en ofurfyrirsætan Kate Moss. Veltan í fyrstu vikunni sem fatalínan var í sölu í verslunum TopShop í Lundúnum, í enda apríl, nam þremur milljónum punda, jafnvirði tæpra 375 milljóna íslenskra króna. Þetta er langt umfram væntingar, að því er stjórnendur hjá TopShop sögðu í samtali við breska dagblaðið Telegraph á föstudag þegar fyrstu sölutölur lágu fyrir. Þetta mun vera jafnmikið og ofurfyrirsætan fékk greitt frá TopShop til að hanna fatalínuna. Gert er ráð fyrir að enn meiri tekjur eigi eftir að koma í kassann því fatalínan sló í gegn í New York þegar sala á henni hófst þar í borg fyrir hálfum mánuði. Þá munu föt undir merkjum Moss seljast vel hjá TopShop í Stokkhólmi auk þess sem sala á þeim hófst hjá TopShop í Smáralind á föstudag. Og von er á enn meiri glaðningi úr faðmi Kate Moss því hún hefur samið við TopShop um að gera fjórar fatalínur til viðbótar á næstu á tveimur árum.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent