Viðskipti innlent

Fjárfesta í neytendageiranum

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Icebank, og Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Icebank, og Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev.

Eignarhaldsfélagið Arev og Icebank hafa stofnað nýjan einkafjármagnssjóð, Arev N1. Sjóðurinn hefur allt að þrjá milljarða króna til fjárfestinga í íslenskum neytendavörufyrirtækjum á sviði heildsölu, smásölu og þjónustu. Þetta mun vera eini sjóðurinn með þessu sniði hérlendis sem fjárfestir í neytendavörufyrirtækjum.

Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arev, segir mikla fjárfestingamöguleika í geiranum enda hafi fáir sjóðir komið að honum með sama hætti og Arev N1.

Einkafjármagnssjóðurinn mun fjárfesta fyrir 50 til 200 milljónir króna að jafnaði í hverju því fyrirtæki sem uppfylla skilyrði hans en jafnan er um að ræða fyrirtæki sem hyggja á breytingar eða sjá fram á mikinn vöxt og þurfa því á fjármagni að halda. Kaupin nema um 30 til 50 prósentum af hlutafé fyrirtækja og er stefnt að því að eiga hann í nokkur ár. Með fjárfestingunni kemur einstaklingur frá sjóðnum í stjórn fyrirtækjanna og mun hann vinna náið með stjórnendum fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í.

Arev N1 er byggður á grunni eignasafns sem Eignarhaldsfélagið Arev hefur byggt upp í gegnum árin en í því eru fyrirtæki á borð við Áltak, Sól, Vínkaup, Yggdrasil og Lífsins tré.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×