Fleiri fréttir

Kvikmyndakeppni á MySpace-síðunni

Netveitan MySpace hefur efnt til stuttmyndasamkeppni á netinu í samstarfi við bresku sjónvarpsstöðina Film4. Netverjar geta tekið þátt í keppninni, sem heitir MyMovie MashUp, með því að setja stuttmyndir sínar inn á vefsvæði MySpace.

Styttist í Íslenska þekkingardaginn

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar Íslenski þekkingardagurinn á Nordica hóteli fimmtudaginn 22. febrúar í næstu viku. Þetta er í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Þema hennar að þessu sinni er samrunar og yfirtökur.

Fyrsta Tarsan-myndin í bíó

Fyrsta kvikmyndin um ævintýri hvíta frumskógarkonungsins Tarsans var frumsýnd á þessum degi árið 1918. Leikstjóri myndarinnar var Bandaríkjamaðurinn Scott Sidney en með aðalhlutverk Tarsans fór Elmo nokkur Lincoln.

Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis

Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum.

Forhertir þorskhausar

Leiðarahöfundur Moggans hefur oft amast við stórfyrirtækjunum og fundist þau vaða yfir allt og alla. Hann hefur nú fundið svar við slíku, en í leiðara blaðsins mátti lesa mikla lofgjörð um herðingu þorskhausa. Nú skal ekki gert lítið úr virðisauka af hugviti í þeirri grein, en ýmsir freistast til að lesa slíka lofgjörð í samhengi við önnur skrif blaðsins.

Hvers vegna kaupa konur?

Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar.

Wahlroos blómstrar

Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi.

Nýtt stýrikerfi eftir tvö ár

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að setja nýtt stýrikerfi á markað eftir tæp tvö ár. Þetta sagði Ben Fathi, einn af framkvæmdastjórum þróunardeildar Microsoft, á ráðstefnu um tölvumál í San Francisco í Bandaríkjunum um síðustu helgi.

Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur

Landsbankinn hefur eytt minnstu af viðskiptabönkunum í fyrirtækjakaup erlendis, aðeins um 31 milljarði króna, en samt vaxið gríðarlega hratt. Núverandi aðferðafræði, að kaupa ódýrt og byggja upp stökkpall með því að ráða inn starfsfólk, hefur gefist vel en útlit er fyrir að nú muni hægja á vextinum með þessari aðferð. Sigurjón Þ. Árnason segir að það komi að stórri yfirtöku Landsbankans, í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson, og skýrir hvernig brugðist var við neikvæðri umræðu um bankann í fyrra sem hefur skilað sér í innlánssprengingu í Bretlandi.

Sampo er upphafsreitur

Finnski tryggingarisinn situr á fimm milljörðum evra sem koma þarf í vinnu. Stjórnendur Sampo og forsvarsmenn Exista vilja taka þátt í samrunaferli á norrænum fjármálamarkaði. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir nýjustu atburði sem eru eflaust bara fyrsti leikur í skákinni.

Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild

Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló.

Tveggja ára leik loksins lokið

Maður nokkur í Bretlandi vann sér inn jafnvirði 13,2 milljóna íslenskra króna, þegar hann bar sigur úr býtum í leik í byrjun mánaðar sem á sér stað jafnt í raunheimi sem á netinu. Leikurinn, sem heitir Perplex City og hefur staðið yfir í tvö ár.

Bíður dóms vegna ruslpóst

27 ára maður að nafni Joshua Eveloff á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt upp á jafnvirði allt að 17 milljónum íslenskra króna í Bandaríkjunum fyrir að senda margar milljónir af ruslpósti árið 2004. Tilgangurinn með póstsendingunum var að auglýsa hugbúnað sem gat stolið aðgangsorðum úr nettengdum tölvum.

Eskimo færir út kvíarnar

Tilraunaframleiðsla á fatnaði er hafin hjá Eskimo og fyrirætlanir um markaðssetningu á heimsvísu. Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi fyrirtækisins og einn stjórnenda, segir Óla Kristjáni Ármannssyni hvert Eskimo stefnir.

Hagnaður Nasdaq 4,3 milljarðar króna

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq skilaði 63 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það svarar til 4,3 milljarða íslenskra króna og jafngildir þreföldun frá því á sama tíma árið 2005. Tekjur markaðarins tvöfölduðust á sama tímabili.

Metviðskiptahalli í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli Bandaríkjanna nam 763,6 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári. Það svarar til 52.200 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Mestu munar um tíðar verðhækkanir á hráolíu á síðasta ári og aukinn innflutning á vörum frá Kína.

Marel undir væntingum

Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs.

Samruni VSB og FSP?

Stjórnir VSB fjárfestingarbanka hf og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna. Vonast er eftir að viðræðurnar beri árangur sem fyrst. VBS fjárfestingarbanki hf er í eigu 80 hluthafa en FSP hf er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga.

Metverðbólga í Zimbabve

Verðbólgan í Afríkuríkinu Zimbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 stig á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósent frá því í desember. Að sögn hagstofu Zimbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði á milli mánaða.

LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel

Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði.

Heimabíóhljómur úr einum hátalara

Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæfum heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá.

LSE hefur samvinnu við kauphöllina í Tókýó

Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) hefur ákveðið að efla samvinnu sína við kauphöllina í Tókýó í Japan í kjölfar þess að eigendur meirihluta bréfa í LSE ákváðu að taka ekki yfirtökutilboði Nasdaq í markaðinn á laugardag.

Sjónvarpsefni beint í vasann

Með þriðju kynslóðar símum verður hægt að fá uppáhalds sjónvarpsþáttinn beint í vasann. Tíðnileyfum frá Póstog fjarskiptastofnun verður úthlutað í vor og búist er við að sendar fyrir símana komist í gagnið fljótlega eftir það.

Verðbólga mælist 7,4 prósent

Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Vodafone kaupir indverskt farsímafélag

Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur háð harða baráttu um hlutinn við fjölda farsímafélaga allt frá því fyrirtækið lýsti yfir áhuga á kaupum í indverska félaginu seint á síðasta ári.

Tilraun Nasdaq mistókst

Tilraun hlutabréfamarkaðarins Nasdaq til að taka yfir kauphöllina í Lundúnum mistókst. Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag.

Kaupa tölvur vegna Vista

Sprenging hefur orðið í sölu á nýjum heimilistölvum eftir að Windows Vista kom út. Samkvæmt sölutölum í Bandaríkjunum jókst salan um heil 173% á milli vikna eftir að stýrikerfið nýja kom út í lok janúar.

YouTube að ganga af netinu dauðu?

Vefsíður á borð við YouTube gætu gengið af internetinu dauðu. Internetfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa ráðist í gríðarlegar fjárfestingar til að anna því stóraukna gagnamagni sem flæðir um internetið eftir að myndbandasíður á netinu öðluðust stórauknar vinsældir.

Tilboð Nasdaq í LSE rann út í dag

Lokafrestur hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE) til að taka óvinveittu yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq rann út klukkan eitt í dag. Ekki liggur fyrir hvort hluthafar í LSE hafi tekið tilboðinu, sem er óbreytt frá fyrra tilboði Nasdaq. Síðar í dag verður greint frá því hvort einhverjir hluthafar LSE hafi tekið tilboðinu.

Finnska ríkið vill halda í Sampo

Finnska ríkið hefur ekki í hyggju að losa um hlut sinn í fjármála­fyrirtækinu Sampo Group. Þetta segir jafnaðarmaðurinn Eero Heinäluoma, fjármálaráðherra Finnlands, við finnsku fréttastofuna STT. Eignarhlutur ríkisins nemur tæpum fjórtán prósentum.

Fimm milljarðar í hagnað hjá VÍS

VÍS, sem er í eigu Exista, hagnaðist um 5,1 milljarð króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 8,4 milljarða króna árið 2005. Afkoman dregst því saman sem nemur fjörutíu prósentum á milli ára. Iðgjöld jukust um 14,8 prósent á milli ára en tjónakostnaður um 8,8 prósent.

Bankaþjónusta er ódýrari hér

Heildarþjónustugjöld viðskiptavina banka eru að meðaltali 62 prósentum hærri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en hér. Þetta kemur fram í kynningu sem Landsbankinn var með á afkomu sinni í gær.

Segja verðmæti Símans aukast

Eigendur Símans horfa á 25 prósenta arðsemi eigin fjár á hverju ári sem gæti gefið sautján milljarða króna í hagnað við skráningu félagsins síðar á þessu ári.

Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV

Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent.

FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group

Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst.

Viðsnúningur hjá MasterCard

Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins.

Stóri bróðir til sölu

Hollenska fyrirtækið Endemol, fyrirtækið sem framleiðir hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Big Brother og Fear-Factor, verður sett í formlegt söluferli á næstu dögum.

Hvað vill Sampo?

Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, hefur sagt að Sampo muni gera sig gildandi við þá samþjöppun sem spáð er að verði á norrænum fjármálamarkaði eins og annars staðar í Evrópu. Exista er nú orðinn stærsti hluthafinn í Sampo eins og kemur fram annars staðar á síðunni.

Olíuverð komið yfir 60 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í rúma 60 bandaríkjadali á tunnu í rafrænum viðskiptum í helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er kuldakast í Bandaríkjunum sem kallað hefur á aukna olíu til húshitunar. Þá munar nokkru um harðnandi deilur Bandaríkjamanna og Írana vegna kjarnorkuáætlunar síðastnefndu þjóðarinnar og átök í Nígeríu en það hefur bitnað á olíuframleiðslu landsins.

Versni horfur hækka vextir

Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn.

Eltu vekjaraklukkuna

Nú er komin lausn fyrir þá sem aldrei vakna við vekjaraklukkuna á morgnanna. Þetta er vekjaraklukka sem ekki aðeins skapar svakalegan hávaða heldur rúllar hún af stað um leið og hún hringir. Sá sem sefur á sínu græna eyra þarf því að vakna og elta vekjaraklukkuna uppi til að slökkva á henni. Má þá gera ráð fyrir að flestir séu vaknaðir.

Dæmdir fyrir ólöglegt verðsamráð á vinnsluminni

Samsung hefur samþykkt að greiða 90 milljónir dala í stað þess að sæta dómi í umfangsmiklu máli um ólöglegt verðsamráð á vinnsluminniskubbum í tölvur. Sektir sem fyrirtæki hafa greitt vegna málsins nálgast nú milljarð bandaríkjadala.

Milestone tekur 16,5 milljarða lán

Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir