Hvers vegna kaupa konur? 14. febrúar 2007 00:01 Lisa Johnson hefur skrifað tvær metsölubækur um kynbundna kauphegðun. Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is. Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Lisa Johnson, sérfræðingur í markaðsmálum og neytendahegðun frá Bandaríkjunum, veltir upp spurningum um kauphegðan kvenna á fyrirlestri Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi 20. þessa mánaðar. Lisa segir að „bleikt sé ekki málið“ og blæs þar með á staðalímyndir þær sem kunna að vera á lofti um konur. Auk þess að vera frumkvöðull í rannsóknum er Lisa Johnson framkvæmdastjóri ReachGroup, ráðgjafi og rithöfundur og hefur unnið með stórum og smáum fyrirtækjum að markaðsmálum. Eftir hana liggja meðal annars metsölubækurnar „Don‘t think pink“ og „Mind Your X‘s and Y‘s“. Þannig hefur Lisa bent á að ungar konur og menn séu tæknilæst nútímafólk og sú staðreynd hafi áhrif á öll viðhorf þess til vörumerkja. Hún segir viðskiptalífið þurfa að vakna til vitundar um breytta heimsmynd og neytendahegðun sem sé að nokkru leyti afsprengi tæknivæðingar nútímans. Nútímakonan reiðir sig á MP3 spilara og netvarp af því að hún kærir sig ekkert um að þurfa að hlusta á útvarpsauglýsingar, er ein fullyrðinga Lisu Johnson um breytta neysluhegðan. Hún talar um að við sé tekin „tengda kynslóðin“, meðvitað fólk sem taki eigin ákvarðanir um neyslu en láti ekki mata sig á upplýsingum. Af þessum sökum segir Lisa Johnson ímynd vöru og þjónustu sjaldan eða aldrei hafa verið mikilvægari. Lisa hefur á fundum sínum, sem ætlaðir eru fólki í viðskiptalífinu, lagt áherslu á að markhópur fyrir verslun og þjónustu sé ekki einhver veikgeðja og auðtrúa bleikur kvennahópur að viðbættum slatta af harðgerðum og heimtufrekum körlum. Hún segir þvert á móti að uppistaðan séu ýmiss konar kvennahópar sem annist kaup á vörum og þjónustu fyrir sig, börn, maka og foreldra auk þess sem verulegur hluti innkaupa fyrirtækja ráðist að miklu leyti af skoðun þeirra kvenna sem ráði mestu hlutafé á markaði og taki í vaxandi mæli þátt í stjórnun þeirra. Samtök verslunar og þjónustu benda á að rannsóknir sýni að konur ráðstafi um 80% af tekjum heimilanna og líta fyrirlesturinn sem tækifæri til að vekja viðskiptalífið til vitundar um þá staðreynd og fleiri. Áhugasamir geta fundið nánari upplýsingar um fyrirlestur Lisu Johnson á vefnum, www.svth.is.
Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira