Viðskipti erlent

Finnska ríkið vill halda í Sampo

Finnska ríkið hefur ekki í hyggju að losa um hlut sinn í fjármála­fyrirtækinu Sampo Group. Þetta segir jafnaðarmaðurinn Eero Heinäluoma, fjármálaráðherra Finnlands, við finnsku fréttastofuna STT. Eignarhlutur ríkisins nemur tæpum fjórtán prósentum.

Exista er nú stærsti eigandinn í Sampo, með 15,5 prósenta hlut, eftir tilkynningu þess efnis á fimmtudagsmorgun. Alls nemur fjárfestingin 170 milljörðum króna. Ráðherrann segir að sér hefði verið kunnugt um áhuga Íslendinga á félaginu um nokkurt skeið.

Kaup Exista á hlutabréfum í þessu stærsta tryggingafélagi Norðurlanda vöktu mikla athygli í Finnlandi og voru á forsíðum allra blaða í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×